Fámennir flokkar láta stjórnast af minnihlutaáliti - en auðvitað stendur almenningur í Bretlandi með okkur

Það er áhugavert að það skuli um 90% þeirra sem greitt hafa atkvæði í skoðanakönnun The Guardian telja að Íslendingar eigi ekki að greiða þessa Icesave skuld. Almenningur í Bretlandi skilur það nefnilega mjög vel að Ísland er lítil vinaþjóð sem einfaldlega getur ekki staðið undir slíkum klafa.

En auðvitað skilja illa upplýst (og maður fera að halda innrætt líka) stjórnvöld á Íslandi og í Bretlandi þetta ekki.

Það má fara að velta fyrir sér hvort íslenskir kjósendur þurfi að fara að koma sér upp almannatengslafulltrúa til að upplýsa íslensk og bresk stjórnvöld um hvernig veröldin er í raun og veru. Svona raunveruleikafulltrúa.

Það eina sem þessi blessaða ríkisstjórn virðist kunna er að búa til vandamál úr öllum hlutum. Og það er kannski ekki nein tilviljun að vandamálin virðast "hrannast" upp í forsætisráðuneytinu.....

Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta myndi örugglega ráðleggja núverandi valdhöfum að skipta inn óþreyttum leikmönnum til að fríska upp á stjórnarliðið. Og eins og stungið var upp á í gær á þessari síðu, þá er e.t.v. rétt að setja Dag B. Eggertsson í forsætisráðuneytið og Katrínu Jakobsdóttur í fjármálaráðuneytið, en Ögmundur tæki þá við menntamálaráðuneytinu.... Og Jóhanna og Steingrímur fengju þá langþráð frí.....


mbl.is Eiga Íslendingar að greiða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Gerir þú þér grein fyrir því að fleiri en Bretar taka þátt í þessari könnun?  Ég er búinn að því og eitthvað segir mér að In-defence liðið hafi nú gert það líka

Örn Arnarson, 6.1.2010 kl. 11:15

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er ekki svolítið merkilegt að sá sem hélt best uppi málstað Íslenskra þegna í gær var talsmaður Hollenskra sparifjáreigenda í stöð 2

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 12:15

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég geri mér alveg grein fyrir því, Örn, að það taka fleiri þátt og kannski er meirihlutinn Íslendingar! En það á að vera hægt að aðgreina IP-tölurnar og fá kannski réttari mynd á þetta.

Ég sá nú reyndar ekki fréttirnar á Stöð 2, Jón Aðalsteinn, en það er gott að heyra þetta. Og svo var hollenskur prófessor í öðru hvoru dagblaðanna í morgun, minnir mig, sem gerir sér grein fyrir að við ráðum ekki við þessa skuld og það sé ekki hagur Hollendinga að koma okkur á kné...

Þannig að við eigum vini víða, sem stjórnvöld virðast ekki heyra í... Kannski þarf að skoða á hvaða tíðni eyru stjórnarinnar eru stillt...?

Ómar Bjarki Smárason, 6.1.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband