Skondið.... en frábærar fréttir.....!

Þetta finnst mér nú nokkuð skondið því ég eyddi hátt í 2 klst í að berjast við það að borga flug á heimasíðu Delta í síðustu viku og það var ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að Ísland var ekki á skrá hjá Delta sem land. Af þeirri ástæðu var ekki hægt að gefa upp "Billing Address" og því ekki hægt að bóka beint á heimasíðunni þeirra. Ég var leiddur í gegnum kerfið hjá þeim af miklum liðlegheitum starfsfólksins og meira að segja tölvudeildin gat ekki leyst þetta mál. Því varð niðurstaðan sú að ég tæki miðann í afgreiðslunni í Salt Lake City, en áætlun mín breyttist þannig að flugið nýtti ég ekki. En fróðlegt væri að sjá hvort litla Ísland er loksins komið á kortið hjá þeim....?

En þetta er nokkuð gott flugfélag sem ég kann einna best við af þessum Amerísku. Hófsamleg framkoma starfsfólks og flugáhafna og ekkert allt of ammrískt...!!! Það verður gott fyrir þá sem þurfa að fara í framhaldsflug að geta flogið með Delta alla leið en ekki sífellt að vera að hoppa á milli flugfélaga. Og fyrir fyrirtæki í útrás í Ameríku hljóta þetta að vera góðar fréttir. Því hér eru tækifærin fyrir þá sem vilja spjara sig. Það er nokkuð ljóst.


mbl.is Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Vegir Ameríkana hafa alltaf verið órannsakanlegir.

Haraldur Bjarnason, 16.8.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 73454

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband