Ný stjórn S-flokkanna í burðarliðnum....?

Er það ekki nokkuð ljóst eftir Kastljós kvöldsins að í undirbúningi er ný stjórn bandalags hrunstjórnarflokkanna....? Alla vega var nokkuð ljóst að varaformaður Sjálfstæðisflokksins vildi ekki styggja sitjandi forsætisráðherra, enda liggur það í loftinu að S-flokkarnir vilja verja sína gömlu ráðherra og foringja með öllum meðulum.

Hrunið verður aldrei gert upp nema það gangi þá leið sem því er ætlað og Landsdómur fái tækifæri til að fjalla um það, nema ráðherrarnir fyrrverandi játi á sig sakir viljandi vits, biðjist afsökunar á því að hafa ekki staðið betri vörð um þjóðarhag en þeir gerðu. Þá og þannig er unnt að grafa málið, þó það gleymist kannski seint. Það er enginn að biðja um þungar refsingar til handa ráðherrunum fyrrverandi, en úr því að menn eru dæmdir fyrir að stela kjötlæri í stórmarkaði þá skítur það svolítið skökku við ef ráðherrar komast upp með það refsingarlaust að hreyfa hvorki legg né lið til að reyna að afstýra a.m.k. hluta af fyrirsjáanlegu tjóni með dyggri hjálp og aðgerðarleysi Seðlabanka og fjármálaeftirlits.


mbl.is Ræða Jóhönnu mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ef lög um Landsdóm eru deilumál lögmanna á hann ekki að starfa - það verður að vera kristaltært að öll lög og reglugerðir um hann séu á hreinu og tryggi mannréttindi.

Það á ekki að rétta bara til að rétta.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.9.2010 kl. 23:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er ekki sama Jón eða séra Jón!

Sigurður Haraldsson, 22.9.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 73454

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband