Getur barn tekið ákvörðun um að það óski eftir umskurði?

Umskurður hlýtur að teljast til níðingsverka og það verður að teljast afar ósennilegt að ungabörn geti tekið um það meðvitaða ákvörðun að það vilji þá vafasömu læknisþjónustu sem umskurður er. Trúarskoðanir foreldra ætti ekki að virða ofar mannréttinda og ákvörðun einstaklings til sjálfsákvörðunar um það hvernig farið er með líkaman hans eða hennar.

Væri ekki rétt að stjórvöld hér á landi tækju frumkvæði í þessum málum. Tíma Alþingis væri betur varið í að gæta hagsmuna einstaklinga, ungra sem aldraða, fremur en ómarkvissar sameiningar ráðuneyta með tilheyrandi kostnaði. Það mætti líka ýmislegt gera fyrir það fé sem sparaðist með ómarkvissri "hagræðingu" ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Norskt smábarn lést eftir umskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er sammála þér, Ómar, svona óþarfa "lýta"lækningar á börnum, bæði smáum og stórum, eiga ekki að líðast.

Að auki gef ég ekki mikið fyrir trúarskoðanir þeirra foreldra sem bera ekki meiri virðingu fyrir sköpunarverki guðs síns en þetta.

Kolbrún Hilmars, 12.5.2012 kl. 21:34

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er eiginlega alveg fáránleg aðgerð og ótrúlegt ofbeldi sem foreldrar og trúarhópar sýna börnum sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Og maður getur ímyndað sér að ef börn deyja í kjölfar svona aðgergar þar sem hún er framkvæmd við "bestu aðstæður" hvað gerist þegar svona aðgerðir eru framkvæmdar við frumstæð skilyrði! Ómanneskjulegt ofbeldi af slæmri sort!

Ómar Bjarki Smárason, 12.5.2012 kl. 22:27

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Getur barn tekið ákvörðun um það hvort það er skráð í trúfélag eða ekki? spyr ég.

Svarið er nei að sjálfsögðu og segir okkur að börn njóta ein ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda sem fullorðnir njóta.

Raunar er umskurður hjóm eitt miðað við andlegt ofbeldi trúarlegrar vitfirringar sem selur gæskuna á forsendum þjáningar og dauða. Óttavæðing sem sennilega drepur fleiri en margir vilja kannast við.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 06:23

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru merkilegir guðir sem geta ekki tekið saklaust barn í sátt nema að klippt sé framan af tippinu á því eða snípurinn skorinn burtu. Segir það ekki allt?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.5.2012 kl. 06:25

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það á að gera nákvæmlega það sama og múslímar gera við kristna í sínum löndum. Og svo eru alltaf pólitíkusar sem "safna atkvæðum" og gera út á svona trúargrellur. það sá ég svo vel í Noregi. Og hvert leiddi það??

Eyjólfur Jónsson, 13.5.2012 kl. 16:56

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ótti, er sú aðferð meðal flestra trúarbragða heims til að tryggja völdin sem myndast. Venjulegir "friðelskandi" múslimar eru oft svo miklar skræfur að þeir gera lítið sem ekkert til að stoppa þá sem skaða og drepa í nafni Kóranssins.

Mannréttindi eru túlkuð misjafnlega vel í lýðræðislöndum. Að læknar skeri upp börn án ástæðu er eitt versta níðingsverkið af öllum níðingsverðum gaqgnvart börnum. þetta gamla Biblíutrix að gera bull í bókum að heilögu orði er nákvæmlega sama tóbakið þegar reynt er að gera lög & reglur að nýju "heilögu kúnni".

Alvöru mannréttindu hefur maður í engu norðurlandi fyrr enn frá 18 ára aldri. En þá eru lögin sjálf, í þessu tilfelli lögin í Noregi, búin að aðstoða heimska múslima að níðast á börnum sínum.

Bráðvantar ekki lög sem segja að pólitíkusar verði að mæta í sérstaka heilaskurðaðgerð þar sem fíflagangur verður skorin burtu úr heilanum, og verða þeir teknir með valdi að sjálfsögðu hjá þeim sem þrjóskast....

Óskar Arnórsson, 14.5.2012 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband