Kolvetni á Drekasvæði....!

Ef maður Googlar kolvetni fæst m.a. eftirfarandi niðurstaða:

"Kolvetni er sá orkugjafi sem við notum mest við daglegar athafnir (hreyfingu), þ
.e. líkaminn notar kolvetnin sem orku.. þar af leiðandi ræðst það hversu ..."
 
Líklegra er nú að mistökin í þessari frétt séu blaðamannsins en þeirra sem buðu út olíuleitina. Og kannski kristallast í þessari frétt "ritstjóraleysið" hjá Morgunblaðinu.....?

mbl.is Engin sérleyfi á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Georgsson

C*H* - er það ekki kolvetni?

Daði Georgsson, 23.9.2009 kl. 13:07

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á Wikipedia er Olía skilgreind þannig:

"Olía er annars vegar þau kolvetni sem finnast í jörðu og eru fljótandi við herbergishita ..."

Kolvetni er skv. sömu heimild skilgreint þannig:

"Kolvetni er í efnafræðinni flokkur efnasambanda sem innihalda bara kolefni og vetni. Hlutföll kolefnis og vetnis í kolvetnum er ólíkt milli einstakra kolvetna."

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2009 kl. 13:42

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta eru skemmtilegar pælingar og vonandi verður blaðamaðurinn fróðari þegar hann er búinn að kynna sér málið.....

Ómar Bjarki Smárason, 23.9.2009 kl. 15:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skil hvað þú átt við með "mistökum blaðamannsins", ég get ekki séð að farið sé með neitt rangt í fréttinni. (Aldrei þessu vant þegar mbl er annars vegar! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2009 kl. 16:19

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Samkvæmt íslenskri málvenju eru kolvetni sama og Carbohydrates á ensku og því sætti ég mig illa við að þýða Hydro Carbons sem kolvetni einnig.... finnst það einfaldlega ekki passa... En efnaformúlan er C og H það er hárrétt.

Og samkvæmt orðabókinni þá eru Hydrocarbons þýdd sem kolvatnsefni en ekki kolvetni. Þannig að það er blaðamaðurinn sem þarf á endurmenntun að halda en ekki ég....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 23.9.2009 kl. 17:45

6 Smámynd: Ár & síð

Orðalag blaðamanns er í besta lagi ónákvæmt. Leitað er að jarðolíu og gasi, flóknum og samtvinnuðum efnasamböndum sem hegða sér öðruvísi undir þrýstingi í jörðinni en þegar þau koma upp á yfirborðið. Orðið ,,olíuleit" gefur nær 20.000 hit á Google og eðlilegast hefði verið að nota það.
Matthías

Ár & síð, 23.9.2009 kl. 21:06

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sammála þér Matthías....

Ómar Bjarki Smárason, 23.9.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 73461

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband