Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Í fótspor George Walkers - Vísindasetur á Breiðdalsvík

Dr. George Patrick Leonard Walker (1926 - 2005) vann við jarðfræðirannsóknir á Austurlandi samfellt á árunum 1955 - 1965 og slitróttara eftir það fram til ársins 1975. Hann hélt ítarlegar dagbækur um veru sína hér á landi og tók saman myndabækur fyrir hvert ár þar sem hann límdi inn í bækurnar s/h myndir og vélritaði texta undir hverja mynd. Einnig skráði hann skyggnumyndasafn sitt mjög nákvæmlega og flokkaði myndirnar eftir árum og skráði myndefnið skilmerkilega.

Eftir dr. Walker liggja margar merkilegar vísindagreinar um íslenska jarðfræði og það má til sannsvegar færa að hann hafi öðrum fremur kennt íslenskum jarðfræðingum að lesa á skipulegan hátt úr jarðlögum landsins og kennt okkur þau vinnubrögð sem best hentuðu verkefninu hverju sinni.

Í viðhengjum með þessu skrifi eru tvær af merkilegri greinum dr. Walkers um jarðfræði Reyðarfjarðar og Breiðdalsmegineldstöðina. Þetta voru tímamótagreinar í jarðfræðinni á heimsvísu. Einnig er krækja í birtar greinar dr. Walkers um jarðfræði Íslands og tengd efni, sem Leó Kristjánsson og undirritaður tóku saman.

 Dr. Walker var sæmdur fálkaorðunni árið 1980 og var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1988.

 Unnið er að því að koma upp minningarsafni til minningar um störf dr. Walkers og verður það í gamla Kaufélaginu á Breiðdalsvík. Stefnt er að því að opna safnið 23. ágúst 2008. Það verður gert í framhaldi af IAVCEI 2008 ráðstefnunni sem haldin verður í Reykjavík dagana 17. - 22. ágúst á næsta ári.

Gaman væri að heyra frá þeim sem kynntust dr. Walker þegar hann dvaldi hér á landi. Þeir sem hafa frá einhverju að segja mega gjarnan hafa samband við undirritaðan í netfangið stapi@xnet.is eða við Pál Baldursson, sveitarstjóra Breiðdalshrepps, í netfangi palli@breiddalur.is

Ómar Bjarki Smárason

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband