Afhendum Bretum f.v. eigendur og stjórnendur Landsbankans....

Hvernig væri að við afhentum Bretum og Hollendingum stjórnendur Landsbankans og eigendurna og værum þar með kvittir....?

Þeir geta þá væntanlega kreist út úr þeim það sem þeir eru búnir að stinga undan eða þá að viðskiptafélagarnir í austri borga þá út.... Þetta hefur ekkert, sko akkúrat ekkert með íslenska þjóð að gera. Þetta klúður var allt meira og minna unnið undir verndarvæng og í samstarfi íslenskra og breskra banka, en svo er okkur aumum Íslendingum kennt um allt saman. Það er nefnilega svo auðvelt að sparka í liggjandi mann eftir að búið er að fella hann einu sinni....

Skammastu þín svo Alistair Darling, ef þú þá kannt það.....

Það getur vel verið að regluverk ESB ætlist til þess strangt til tekið að Icesave sé á okkar ábyrgð. Það er hins vegar okkar að sýna fram á hversu óraunhæft það er að ætla lítilli þjóð að taka á sig þennan klafa. Til þess að koma umheimininum, ESB og viðsemjendum okkar í skilning um þetta verðum við sem þjóð að sýna samstöðu til að sigur vinnist í þessu máli. Til þess þurfum við að hafa ríksistjórn, jafnt sem forseta og þingið allt með okkur í þessu stríði. Við höfum áður unnið réttlætismál varðandi fiskveðilögsöguna og við munum vinna þetta stríð einnig, þó valdhafar hafi gefið eftir í fyrstu orustunni um samningana vegna þess að liðskipanin var ekki nógu sterk. 

Berjust til sigurs og vonandi kemur ríkisstjórn, Alþingi allt og forseti til liðs við InDefence herinn.....


mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það er einmitt þetta sem ég hef lengi átt erfitt með að skilja.  Er það alsherjarregla í Evrópu að bankastofnanir sem starfa utan síns heimalands sé tryggt af ríkinu sem hýsir höfuðstöðvar bankans? 

Semsagt, er það þ.a.l. regla að íslenskir bankar í Bretlandi séu tryggðir af íslenska ríkinu?

Garðar Valur Hallfreðsson, 4.1.2010 kl. 12:08

2 Smámynd: Muddur

EES regluverkið gerir ráð fyrir því. En hins vegar gerir EES regluverkið ekki ráð fyrir því að ríki geti ábyrgst bankana sína í algeru bankahruni eins og varð hér. Það er lagaleg óvissa um það mál sem Bretar, Hollendingar og ESB eru skíthrædd um og vilja þess vegna kúga okkur með hótunum til samninga þar sem við afsölum okkur rétti til að fara með málið fyrir þar til bæra dómstóla.

Muddur, 4.1.2010 kl. 12:12

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka ykkur þetta innlegg Garðar Valur og Muddur.

Það virðist sem augu umheimsins séu aðeins að opnast fyrst núna þegar forsetinn er að hugsa málið og ef hann neitar að undirrita lögin og vísar málinu til þjóðarinnar, þá vekur það enn meiri athygli og umræðu og líklega vinnum við aðrarð þjóðir Evrópu með þeim hætti á okkar band, þ.e. þau fá skilning á því hvað þetta er stórt mál fyrir litla þjóð.... Slíkt væri í sjálfu sér mikill sigur, jafnvel þó að einhverjum stjórnmálamönnum yrði fórnað á altari réttlætisins....

Ómar Bjarki Smárason, 4.1.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum hefði verið réttast að segja þeim strax að hirða bara draslið upp í skuldina, og ef eitthvað vanti upp á geti þeir sótt það sjálfir til Tortola sem er hluti af breska heimsveldinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góð hugmynd sem mætti setja betur fram.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2010 kl. 13:30

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það væri gott ef einhver tæki það verkefni að sér, Guðjón. Ég er nú bara svona tómstundabloggari og hef öðru að sinna líka.... "Snipers" eru mikilvægir hlekkir í stríðsrekstri og í að vinna stríð.... og við erum jú í stríði í þessu máli, það er nokkuð ljóst held ég....

Ómar Bjarki Smárason, 4.1.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband