Eru þetta ekki sömu flokkar sem voru sælir og glaðir með það þegar forsetinn neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin árið 2004?

Ef ég man rétt þá voru það einmitt þessir tveri flokkar Samfylking og Vinstri grænir sem voru alsælir með það þegar forsetinn hafnaði að undirrita fjölmiðlalögin árið 2004....?

Hélt ríkisstjórnin virkilega að hún hefði forsetann og þjóðina í vasanum....?


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hverjir eru upphafsmenn Indefence ?  Sigmundur Davíð og félagar.
Hverjir bera mesta ábyrgð á að Icesave er yfirleitt til ?  Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur.

Varstu búinn að gleyma því ?

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

rétt hjá þér - að sjálfsögðu hélt stjórnin að hann væri í vasa stjórnarinnar - ég hélt það líka - hafði þó smávon um að hann léti skynsemina ráða í eitt skipti enda ætlar hann ekki að fara fram aftur.

núna á að fella lögin úr gildi - láta breta og hollendinga draga okkur fyrir dómstóla og vinna málið þar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.1.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

við hefðum ekki getað komið okkur undan einkavæðingu bankanna og svo opnun útibúa þeirra erlendis nema með einum hætti. að segja upp EES samningnum. Icesave liggur alfarið hjá ESB og í gegnum EES samninginn. hefði kannski verið sniðugt að hlusta á okkur sem viljum út úr þessu ellibandalagi gamalla þræla- og dópsala í evrópu?

Fannar frá Rifi, 5.1.2010 kl. 13:18

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hefðum við ekki getað komið okkur undan EINKAVÆÐINGU BANKANNA ?

Hvaðan hefur þú það bull ?

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Anna, ég held að það sé miklu frekar ESB sem beri ábyrgð á Icesave. Að þessu sögðu þá tek ég það líka fram að ég er ekki að tala máli xD og xB. Þeir flokkar bera mikla ábyrgð líka, en regluverkið er óumdeilanlega óskapnaður ESB.

 www.umbot.org

Egill Helgi Lárusson, 5.1.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Bjarki, ekki bera saman höfnun fjölmiðlalaganna og Ísbjörgu. Hið fyrrnefnda var innanríkismál, Ísbjörg er fjölþjóðleg portkona, sem seldi blíðu sína hverjum sem vildi. Ég fékk ekkert, nema reikninginn. En þú?

Björn Birgisson, 5.1.2010 kl. 13:26

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Bretar eru farnir að átta sig á ábyrgð ESB í þessu máli og vilja draga bandalagið inn í lausn málsins.

Það er einmitt þetta sem íslensk þjóð hefur verið að kalla eftir, en þreytt og sljó ríkisstjórn hefur bara ekki skilið þetta og skilur þetta líklega ekki enn.

Við vinnum okkur ekki út úr vandamálum með því að horfa bara til fortíðar og leita að blórabögglum, Anna. Við getum farið lengra aftur og ég man ekki betur en Alþýðuflokkurinn sálugi hafi verið harðasti einkavæðingarflokkurinn á sínum tíma og fyrir einkavæðingu bankanna. En það þýðir ekki að jagast í fortíðinni og láta daginn í dag og framtíðina snúast um það.

Það þarf að finna lausn á þessu máli sem er ásættanleg fyrir íslenksa þjóð, burtséð frá því hverjir gerðu hvað þegar þeir voru ekki í starfhæfu ástandi eftir hrunið.

Ómar Bjarki Smárason, 5.1.2010 kl. 13:29

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég var ekki að leita að blórabögglum.  Ég var að leiðrétta augljósa staðreyndavillu hjá Fannari.

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 13:31

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ok Anna. Og ég endurtek bara Björn að við skulum horfa fram á veginn og vinna þetta Icesave stríð eða koma því alla vega þannig fyrir að við og okkar afkomendur komust í gegnum það.

Það getur þurft kjark, þor og pínulitla bjartsýni og e.t.v. líka óbilgirni til að vinna stríð.... og það hjálpar er þjóðin og hennar fulltrúar hafur sjálfstraust og lætur ekki bugast vegna kjarkleysis eða vankunnáttu.....

Ómar Bjarki Smárason, 5.1.2010 kl. 14:45

10 identicon

Heir heyr Ómar.

Við sem erum komin á miðjan aldur (og/eða lengra) þekkjum á eigin skinni hvað það er að berjast og hafa sigur (sbr. t.d. þorskastríðin). Við megum aldrei gefa frá okkur fullveldi okkar og hrauna þar með yfir baráttu allra forfeðra okkar til þessa.

Unga kynslóðin fær um þessar mundir góða lexíu sem nýtist henni vonandi til að viðhalda fullveldinu um ókomna tíð.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:11

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú er rétti tíminn til að endurskipuleggja stjórnsýsluna á íslandi leggja af þetta flokksræði græðgi og spillingar. Forsetin gerði okkur mikinn greiða þegar hann stöðvaði mesta þjóðarný í sögu lýðveldisins það er okkar að vinna úr málunum núna svo skaðinn verði lágmarkaður.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 10:29

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Einmitt, Sigurður.

Það er áhugavert að um 90% Breta skuli á þeirri skoðun að Íslendingar eigi ekki að borga Icesave, samkvæmt skoðanakönnun á vef The Guardian..... En þessi skoðun virðist einhverra hluta ekki henta ríkisstjórn Íslands... Hún vill kúga íslenska þjóða, að því er virðist til þess eins að refsa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fyrir einkavæðingu bankanna.... Undarleg vinnubrögð!

Ómar Bjarki Smárason, 6.1.2010 kl. 11:11

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef pabbi þinn skrifar upp á víxil fyrir þig og víxillinn fellur á hann..... finnst þá einhverjum sanngjarnt að pabbinn þurfi að greiða fyrir neyslu þína ?  Nei.  Það er ósanngjarnt !   Icesave er líka ósanngjarnt.

En ríkisstjórn Geirs Haarde skrifaði upp á víxilinn fyrir okkar hönd og það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir öll ríki heims að einkabanki geti ekki vaðið um lönd og haft af fólki fé án ábyrgðar.  Annars myndi allt traust á bönkum hverfa.

Ég lít svo á að fordæmisins vegna munum við aldrei nokkurn tíma komast upp með að taka ekki ábyrgð á gjörðum (misgjörðum) stjórnvalda okkar og því verðum við að semja.

Ef við hins vegar höguðum okkur af ábyrgð, hefðum við haft samúð umheimsins og þeir hugsanlega síðar fellt niður hluta af skuldinni.  Væntingar mínar um samúð minnka nú með hverjum deginum sem líður.  Við erum of vitlaus til að eiga skilið annað en við fáum.  Við ætlum enn og aftur að láta valdaklíkuna plata okkur...... svo þeir fái þjónað sinni græðgi á okkar kostnað.

Anna Einarsdóttir, 6.1.2010 kl. 13:05

14 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Faðir minn er sem betur fer mjög varkár í fjármálum, Anna, þannig að það verður ekki við hann sakast hverning ríkisstjórnin er búin að klúðra þessu máli. Og hann vill að þeir sem stofnuðu til skuldarinnar greiði en ekki íslensk þjóð. Hann er miklu harðari í þeirri afstöðu en ég...!

Vandamálið við bankana virðist vera að þeir sem þar fara með stjórn verða margir hverjir veruleikafyrrtir og sjá bara tölur á blaði sem þeir bera lítið skynbragð á. Bjarni Ármannsson lýsti þessu ágætlega í myndinni "Guð blessi Ísland". Og Björgólfi Thor fannst það nú ekki mikið mál að kaupa banka. Þetta gætu allri gert með því að kaupa öll hlutabréfin.... Hvílíkir bullukollar....! Og hvað á maður að halda um apakettina sem fengu þessum mönnum stjórn bankanna eða leyfðu þeim að kaupa....?

Ómar Bjarki Smárason, 6.1.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 73461

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband