Skoðun Financial Times hlýtur að skipta máli og kemur kannski vitinu fyrir Mr. Brown og hans nánasta Mr. Darling...

Virtasta viðskiptablað Bretlands hefur haft skilning á vandamáli íslenskrar smáþjóðar í samskiptunum við nýlendukúgarana Bretland og Holland og allan tímann stutt við bakið á okkur í þessu Icesave stríði. Á þá hefur hins vegar lítið verið hlutstað hingað til.

Kannski nú fari að verða breyting á, þökk sé ákvörðun forseta vors, og kannski einnig sterkri innkomu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Fréttablaðinu í dag. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna taka einnig ábyrga afstöðu í málinu, öfugt við formenn stjórnarflokkanna.

Vandamálið í þessu Icesave-máli er að sundraður öfgaflokkur fór með fjöregg þjóðarinnar í þessu máli og einfaldlega klúðraði því. Hans er ábyrgðin og það sem bjargar málinu þegar upp er staðið er að á ögurstundu átti þjóðin kjarkmikinn og áræðinn forseta sem þorði að taka á málinu af skynsemi....


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem sagði að fólkið væri ekki þjóðin, var það ekki þannig? Jæja best að horfa fram á veginn og bíða eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem forsetinn hefur afgreitt og tekið af skarið í þessu máli.

Nú er eins gott að sumir komi nú ekki með einhverja barnalega og spillta tillögu um að ekki skuli verða þjóðaratkvæðagreiðsla. Eitthvað er Bjarni Ben. og fleiri með tvískinnungshætti að þvæla málin núna! Vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðslu sem þeir greiddu atkvæði með! Eru þetta afbrotamenn og þjóðar-ómagar? Er skrítið að maður spyrji? Ég ætla að fylgjast vel með þessu fólki á næstunni og rýna til gagns. Ekki ætla ég að trúa blindandi á aðra og gera þá svo ábyrga fyrir skoðun minni.

Það er kominn tími til að almenningur á Íslandi hafi fulla trú á sjálfum sér sem jafngildum öllum öðrum óháð titlum, stöðum, embættum og prófgráðum. Setji sig inn í málefni Íslands og samspili þess við aðrar þjóðir því enginn er eyland. Verðum að vera í tengsum við umheiminn en enginn í umheiminum nennir að vera í tengslum við gjörspillt kerfi eins og hér er. Það getur kostað okkur mikið, sem ekki er búið að koma í ljós ennþá svo við skulum sjá þetta frá öllum sjónarhornum. Líka annara þjóða.

Almenningur taki ábyrgð á sínu mati með sanngjörnum rökstuðningi hverju sinni og trúi á sjálfa sig en ekki blindandi á tilhæfulausann áróður hlutdrægra fjölmiðla, spilltra þjófa og afbrotamanna þessa lands lengur. Látum allt fara í gegnum gagnrýnis-síuna okkar.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Skoðanakannanir bentu til þess með afgerandi hætti að þjóðin vildi ekki að lögin yrðu ekki samþykkt 30. desember s.l. Meirihluti Alþingis vildi líka fella þessi lög þó meirhlutafylgi væri þvingað fram af stjórnarflokkunum. Um þetta þarf ekki að deila og þessa hlaut forsetinn að horfa til þegar hann ákvað að vísa málinu til þjóðarinnar.

Það að ríkisstjórnin og þjóðin séu að fara á límingunum þegar horfst er í augu við orðinn hlut er hvorki hægt að sakast um við forsetann né stjórnarandstöðuna. Og hæpið er að kenna stjórnarandstöðunni um að nokkrir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna séu ekki sammála ríkisstjórninni. En það er slæmt þegar þingmenn eru þvingaðir til að ganga gengn sannfæringu sinni og gegn því umboði sem þeir í raun hafa frá umbjóðendum sínum. Það er ekki lýðræði, heldur þvingað lýðræði.....og einfaldlega stjórnarskrárbrot. Það þýðir ekki bara að flagga góðum gildum stjórnarskrárinnar á tyllidögum....

Auðvitað þarf að leysa þetta mál sem fyrst og ef Bretar og Hollendingar eru tilbúnir að semja um þetta hið fyrsta og fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, nú þá er það bara hið besta mál. Það er óþarfi að halda þjóðaratlkvæðagreiðslu bara þjóðaratkvæðagreiðslunnar vegna. Og það er aum ríkisstjórn sem stendur í hefndaraðgerðum gegn þjóð sinni.

Ómar Bjarki Smárason, 7.1.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er rangt hjá þér, Anna Sigríður, að Bjarni Ben hafi viljað þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði einmitt að hann teldi að forsetinn staðfesti lögin úr því sem komið væri. Hann vildi hins vegar ekki staðfesta lögin þegar þau voru í þinglegri meðferð, án þesss þó að ég ætli að fara að túlka hans skoðanir hér eða gera þær að mínum. En þetta er alla vega minn skilningur á því sem Bjarni Ben sagði, þó ekki sé það orðrétt eftir haft.

Ómar Bjarki Smárason, 7.1.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband