Stuðningur Financial Times hlýtur að vera gríðarlega mikilvægur fyrir Ísland

Það hlýtur að vera mjög mikilvægt fyrir okkur að Financial Times skuli standa með okkur, eins og þeir hafa reyndar gert allan tímann án þess að eftir væri tekið hér á landi. Ríkisstjórnin hefur verið uppteknari af bölmóði.

En nú er mál að linni og að þjóðin, ríkisstjórnin og Alþingi átti sig á því að forsetinn breytti rétt og nú stöndum við saman sem samstilltur hópur að því markmiði að ná sem bestri niðurstöðu í þetta mál.

Það gæti verð verðugt rannsóknarefni þegar útrásin og hrunið verða gerð upp hvar þau verðmæti liggja sem töðuðust úr íslensku efnahagskerfi. Varla tapast raunverulegir fjármunir þó einhverjar "tölur á blaði" glatist. Það kæmi ekki á óvart þó breskir auðjöfrar og fjármálastofnanir liggi eftir þetta með digra sjóði sem soguðust út úr íslensku efnahagskerfi.... því varla liggur þetta allt á reikningum auðvisanna á Tortóla eða öðrum viðlíka stöðum. Ef svo er, nú þá nær Eva Joly að rekja slóð peninganna og við fáum þetta kannski eftir allt saman.... Þá verður þessu fé kannski útdeilt á meðal íslenskra þegna í hlutfalli við það sem menn töpuðu og/eða greiddu í skatta...


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

100% sammála fyrstu tveimur málsgreinum þínum, en reikna með að mikið af þessu fé sé glatað, og þá aðallega vegna bankaleyndar og hversu klókt fólk getur verið við að fela slóðirnar. Það væri þó óskandi og gaman að heyra að góðum tónum fer fjölgandi.

Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það segja reyndar sumir að það sé erfitt að hylja slóð peninga. Þetta situr lengi í tölvukerfunum. Þarna er fyrst og fremst spurning um elju, vilja, þrautsegju og vitanlega töluverða þekkingu. Og vitanlega kostar þetta heilmikla peninga.

Ómar Bjarki Smárason, 8.1.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband