Kannski skuldar ríkisstjórnin, Bretar, Hollendingar, Danir og Svíar íslenskri þjóð afsökunarbeiðni eftir allt...?

Frábært viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly og Alain Lipietz þingmanns á Evrópuþinginu sem var með í að semja regluverkið fyrir fjármálastarfsemi í Evrópu um Icesave áðan.

Það bendir nú allt til þess að íslensk þjóð beri eftir allt saman ekki neina ábyrgð á Icesave og grundvöllur Breta fyrir setningu hryðjuverkalaga gæti verið saknæmt athæfi.

Það er ekki að undra að Bretar og Hollendingar hafi viljað halda Icesave málinu utan við dómstóla Evrópu, því þeir höfðu yfirburðaþekkingu á lögunum og vissu að þeir voru með tapað mál.

Við vinnum þennan leik. Við borgum ekki skuldir óreiðumanna sem okkur eru óviðkomandi.

Áfram Ísland!!!


mbl.is Ekki sérmál Íslands heldur allrar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og í leiðinni sannast að Davíð Oddsson hafði á réttu að standa en það er eitthvað sem Samfó og VG geta ekki hugsað sér.....

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski var Davíð eini maðurinn á Íslandi sem kann regluverk ESB utanbókar og veit og skilur af hverju við eigum ekki erindi þarna inn. Og af þeirri ástæðu gæti verið að hann sé lagður í einelti af Samfylkingunni því auðvitað vill hún ekki að hið rétta andlit ESB verði þjóðinni kunnt.

En það var hægt að múta Steingrími með langþráðum ráðherrastól nokkuð sem dugði ekki lengi á Ögmund....

Ábyrgð Vg er mikil í þessu máli ef þeir ætla draga vagn Samfylkingar inn í ESB..... og útkoma flokksins í skoðanakönnum er undarleg.....

Ómar Bjarki Smárason, 10.1.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Landfari

Okkur vantar svo sárlega einhvern með bein í nefinu til að gegna embætti forætisráðherra núna. Jóhanna, þrátt fyrir alla sína kosti á ekkert erindi í þetta verkefni frekar en Svavar í samninganefndina.

Ég held svei mér þá að við værum betur sett með Davíð í stólnum hennar Jóhönnu núna, hversu fáránlegt sem það kann að hljóma.

Landfari, 10.1.2010 kl. 15:22

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Því miður er þetta líklega rétt hjá þér, Landfari, eins fáránlegt og það nú er. Það er spurning hvort Ögmundur hefði burði í þetta eða Dagur B. Eggertsson? Undirlægjuháttur Samfylkingarinnar er hins vegar með þeim eindæmum að það er erfitt að taka þann flokk alvarlega.

En það þarf að finna Sjálfstæðisflokknum nýja forystu áður en hann gerir sig marktækan í stjórnmálum að nýju.  Núverandi formaður virðist snúast eins og vindhani í logni....!

Ómar Bjarki Smárason, 10.1.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Landfari

Alvöru vindhanar snúast nú ekki í logni þannig að miðað vð það telur þú Bjarna stefnufastann.

Landfari, 10.1.2010 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband