Er þetta forsmekkurinn af niðurstöðu dómstóla í málum tengdum hruninu..?

Maður veltir því stundum fyrir sér fyrir hverja lögin séu og dómstólarnir. Hvoru tveggja virðist sniðið að þörfum ríkisvaldsins og hinna ríku og standa vörð um hagsmunið þeirra.

Líklega er farsælast fyrir þjóðina að hætta öllu ströggli og borga bara þetta helvítis Icesave með bros á vör, fara með Jóhönnu og Steingrími inn í ESB og gerast eitt af fátækari ríkjum ESB og leyfa þeim að ráða hvernig við högum okkur uppi á þessu kalda vindasama skeri.....

En sumum okkar finnst nú mannlegra að ströggla aðeins og þeir Vilhjálmur Bjarnason og forseti vor eru okkar hetjur þessa stundina, alla vega......

Áfram Ísland!


mbl.is Stjórn Straums sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Við gefumst aldrei upp þó móti blási, á Íslandi við getum orðið kóngar allir hreint. Þetta sungum við í landhelgisstríðinu og það hefur ekkert breyst síðan þá.

Ómar minn ekki láta svona uppgjöf heyrast hér á blogginu

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.1.2010 kl. 19:01

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Var bara að benda á að það virðist vera það sem stjórnvöld vilja að við gerum. Vega hlíðin og góð og láta af öllu ströggli og fylgja þeim blind og þegjandi inn í ESB. Mig langar hins vegar ekkert að taka þátt í þeirri för.

Og svo skulum við hlusta á Íra og hætta að horfa dreymin á Evruna.... þeir sem það gera...

Ómar Bjarki Smárason, 14.1.2010 kl. 19:05

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Ég er sammála þér sambandi við ESB og Íra

kv

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.1.2010 kl. 19:29

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Nær öll lög eru sniðin að þörfum hinna ríku og útvöldu, hélt að það væri nú bara nokkur ljóst, svo að það er óþarfi að vera stressa sig neitt á þessu. Það er ekki við öðru að búast þegar að hagsmunaaðilar hafa verið að pota sér og sínum á alþingi frá upphafi.

Við eigum ekki eftir að sjá neina dóma á elítuna út af hruninu, kannski einhver smápeð sem verður fórnar meðan stórlaxarnir sleppa, svona rétt eins og þegar Árni Johnsen þverneitaði að hafa gert nokkur af séð allt til að rannsóknarblaðamenn byrjuðu að grafa skít á fleiri ráðamenn, þá var honum skipað að gangast við sök til að lægja öldurnar. Allir hinir sluppu með skítinn sinn ennþá falinn, fólk var rekið, og Árni fékk uppreisn æru dögum eftir að hann losnaði og hann er kominn aftur í pólítíkina. Hélt að þetta væri allt deginum ljósara.

Tómas Waagfjörð, 14.1.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband