Góð innkoma hjá Geir og vonandi fáum við nú íþróttahöll við HÍ

Þetta verður nú bara að teljast nokkuð góð innkoma hjá manni sem er pólitískt óskrifað blað. Borgarpólitíkin snýst nefnilega ekki um handbolta.

Geir hefði samt náð athygli minni betur hefði hann lofað íþróttahöll við Háskóla Íslands sem nýst gæti háskólanum og menntaskólanum í miðbænum og þannig eflt íþróttastarf í borginni. Það er nefnilega alveg ótrúlegt að það skuli ekkert vera gert til að efla íþróttir á því svæði þar sem mest er af ungu fólki sem líklegast er til að stunda íþróttir.

Að því að ég best veit þá hefur HÍ ekki lengur á að skipa frambærilegu keppnisliði í neinni hópíþrótt, frjálsum íþróttum, tennis, badminton eða skvassi..... Og ef keppt yrði í þessum greinum á háskólamóti á Norðurlöndum, sem vissulega ætti að vera árlegur viðburður, er nokkuð öruggt að HÍ myndi lenda í langneðsta sæti.

Það þarf því að byggja upp sundlaug og íþróttahöll í nágrenni við Háskólann og miðbæinn. Þetta myndi dreifa umferðarálagi kvölds og morgna, því ákveðinn hópur fólks myndi koma til vinnu fyrr á morgnana og fara síðar á daginn vegna íþróttaiðkunar. Þannig gæti þetta að vissu leyti hjálpað til við að leysa vanda vegna umferðarþunga á álagstímum. Og þetta myndi skapa nytsöm störf fyrir arkitekta, verkfræðinga og iðnaðarmenn fyrir innlent fé. Og svo myndi þetta bæta andlega og líkamlega heilsu stúdenta og annarra sem nýttu sér þessa aðstöðu.

Ég skora hér með á fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta að berjast fyrir þessu framfaramáli til hagsbóta fyrir íslensk ungmenni í Miðbæ og Vesturbæ og þá sem stunda nám í skólum á þessu svæði.

Og svo mættu borgarfulltrúar stuðla að auknu umferðaröryggi í Miðbæ og Vesturbæ með því að skipta út stórhættulegum umferðarmerkjum, svokölluðum akstursstefnumerkjum (blár hringur með ör) sem eru í mjög slæmri hæð við gangbrautir og þrengingar við Ægissíðu og víðar, m.a. á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Hvað myndi t.d. gerast ef hjólreiðamaður (eða kona eða krakki) kæmi hjólandi niður Bankastræti og lenti á skiltinu sem er á gatnamótunum þar eins og óvarið hnífsblað. Þeir borgarfulltrúar sem horfa upp á þetta og gera ekkert í því að tryggja öryggi vegfarenda hljóta að vera þjakaðir af athyglisbresti og aðgerðarleysi af hæstu gráðu og ættu að fara í greiningu og í framhaldinu á meðferð við þessum kvilla.......


mbl.is Geir ekki sáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband