Betra að ráða sínu gengi sjálfur

Það hlýtur að vera nokkuð augljóst að með aðild fleiri efnahagslega illa staddra þjóða að Evrunni hlýtur hún óhjákvæmilega að veikjast. Og hvaða vit er í því fyrir fátæk Evrópuríki að láta hagkefi Þýskalands ráða gengi gjaldmiðils þeirra...? Er þá ekki betra að hafa einhverja stjórn á sínu gengi og sporna þannig gegn atvinnuleysi. Og svo þarf að halda "peningamönnum" frá bönkum og peningastofnunum því þeir meðhöndla annarra manna fé gjarnan eins og alkóhólistinn brennivínið.... Enda kannski sterkara samband þarna á milli varðandi orsakir hrunsins en komið hefur fram.... eða hvað...?
mbl.is Rogoff: Evran líklegust til að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

já við handstýrum okkar gjaldmiðli, náðum að grípa hana á lofti þegar hún var búinn að falla 90%.

Að láta sér detta það í hug að veik króna sé að sporna gegn atvinnuleysi er tóm sjálfsblekking. Veik króna er búin að rýra kaupmátt almennings og koma fullt af fyrirtækjum á hausinn og minka söluna helling hjá öðrum. Það leiðir til mikils atvinnuleysis.

Gleymdu því ekki að því er líka spáð eða öllu heldur vitað að þegar íslenska krónan verður sett á flot þá mun hún falla verulega.

The Critic, 4.1.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með evru þá minnkar atvinnuleysið á Íslandi vegna þess að þá mun fleiri fyrirtæki geta starfað hér eðlilega og stækkað á Íslandi.

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2011 kl. 04:53

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ekki virðist blessuð Evran hafa styrkt atvinnulífið á Spáni og í Portúgal....ætti hún eitthvað frekar að gera það hér á landi.... Ef eitthvað er sjálfsblekking þá eru allar líkur á að hún liggi í töframærri Evrunnar...!

Ómar Bjarki Smárason, 4.1.2011 kl. 12:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ekki finnst atvinnurekendur í nýsköpun evran vera blekking.

http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

Þeir ættu að hafa meira vit á því hvað hentar þeim og þessi sprotafyrirtæki sem afla okkur milljarða í gjaldeyristekjur eru á einu máli. Að evran er okkur mikilvægt til þess að þessi fyrirtæki geta stækkað á Ísland. Mörg sjá fram á það að þurfa að flytja starfsemi úr landi vegna þess að þau geta ekki starfað við þennnan rússibana gjaldmiðil sem við erum með núna.......   og ekki eru gjaldeyrishöftin að hjálpa þessum fyrirækjum einsog er.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.1.2011 kl. 16:21

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Svíar, Danir, Bretar, Norðmenn.  Af hverju æpa þeir ekki á Evru nú?   

Svar: Þeir sjá hvað er að gerast á meginlandi Evrópu.  Hvernig evran dýpkar dýfur.  Hversu vonlaust er að jafn ólík þjóðríki og nú eru  innan ESB geti nokkurn tíma marserað í takt.

Kannski tekst þeim að gera Grikki að Þjóðverjum. Og svo framvegis í efnahagslegu tilliti.  Efast þó um það.

P.Valdimar Guðjónsson, 4.1.2011 kl. 23:12

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ótrúlegt hvað allir Nei-sinnar eru sérfræðingar í efnahagsmálum á einum degi og vita allt um peningamál.

Staðreyndin er sú að flest nýsköpunarfyrirtæki eru að kalla eftir Evru og ESB til þess að skapa störf á Íslandi.... held það það sér mikilvægast í stöðunni einsog er.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.1.2011 kl. 00:53

7 Smámynd: The Critic

P.valdimar: Danir eru með evru tengdan gjaldmiðil þannig að gengi dönsku krónunnar fer upp og niður með gengi evrunnar og vextirnir í DK fylgja vöxtum seðlabanka Evrópu, Danir eru í rauninni með evru.

Bretar eru 60 miljónir, þeir eru það stórir að þeir geta haft eigin gjaldmiðil en þeir hafa samt einnig fundið fyrir því þar sem pundið hefur veikst.

Svíar eru búnir að finna illa fyrir því núna að hafa ekki evru þar sem þeirra króna hefur veikst og það er mikið talað um þar að taka hana upp.

Það þarf ekki annað en líta á söguna og sjá að mest öll vandamál íslands hafa fylgt íslensku krónunni, hún hefur verið bölvun frá upphafi.

The Critic, 13.1.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband