Austur eða Vestur...?

Hér á landi hafa löngum verið tvær áttir í pólitík, þ.e. þeir sem horft hafa austur og svo hinir sem horft hafa vestur um haf. Þetta hefur gæti hafa mótast eitthvað af því að þegar horft er til suðurs frá Íslandi þá er Ameríka á hægri hönd en Evrópa upp á þá vinstri. Það hefur því löngum verið hlutskipti hægri manna að horfa til vesturs og vinstri menn hafa fundið skoðunum sínum styrkari stoðir í sósíalískum ríkum Evrópu. Kannski eru til aðrar og flóknari skýringar á þessari skiptingu flokkanna eftir áhrifasvæðum en þessi er nokkuð einföld og skýr og getur markað þessum pólitísku öflum skýra einfalda stefnu sem allir geta skilið þótt þeir hafi, líkt og flestir stjórnmálamenn þessa lands, lítið vit á pólitík. En nú eru hins vegar að koma fram í Sjálfstæðisflokknum einhverjir ráðvilltir eða kannski áttaviltir þingmenn sem ekki virðast skilja grundvallarstefnu flokksins og stuðningsmanna hans og eru orðnir hallir upp á vinstri höndina. Þetta þarf vissulega að leiðrétta áður en um seinan verður og þetta stefnuleysi þeirra verður til að ýta vagni pólitískum vagni Samfylkingarinnar ákveðnar í átt til Evru og Evrópum með öllum þeim skerðingum og höftum sem því fylgir auk augljósrar skerðingar á sjálfstæði þjóðarinnar. Hvað vit er t.d. í því að einhverjir blýantsnagarar í Brussel geti sagt okkur hér upp á Klakanum sem lifum við alsnægtir orku að við megum ekki lengur nota glóperur til að lýsa okkur og ylja í skammdeginu heldur verðum við að beygja okkur undir það að nota einhverjar rándýrar sparperur sem enginn veit almennilega hvernig á að farga á umhverfisvænan og öruggan hátt?

Er ekki rétt að við næstu kosningar verði áherslur einfaldar og augljósar og við fáum í eitt skipti fyrir öll að vita hvað þjóðin vill og fáum verulegt val og kjósum um:

a) Sjálfstæði, viðskiptafrelsi, sterkan dollara (haldið uppi af peningalega stærstu og fjölmennustu ríkjum heims) og krónur og engar IceSlave skuldbindingar,

eða

 b) Reglugerðakúgun, höft , hnignandi evru (er að setja fjölda fátækra evrópuríkja á hausinn) og Iceslave klafa,

Mikið væri nú ástandið bjartara og betra hjá Portúgölum, Spánverjum, Írum og fleir Evrópuríkum hefðu þau haldið sig frá Evrunni.... eigum við ekki að láta vítin verða okkur til varnaðar og hugsa og lifa sem sjálfstæð þjóð í frjálsu landi eitthvað lengur.....?


mbl.is Slæmt fyrir Ísland ef evran hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Dollarinn er ekkert í betri málum en Evran.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband