Óheppileg umsókn frá annars ágætum umsækjanda

Stjórnmálamönnum og e.t.v. ýmsum embættismönnum virðist ganga illa að skilja að þjóðin vill ekki fá neina af þeim sem unnu að einkavæðingu bankanna og öðrum óhæfuverkum sem leiddu beint eða óbeint til hruns fjármálkerfisins. Svo einfalt er málið.

Páll Magnússon er hinn vænsti maður í alla staði, en hann eins og svo margir aðrir, burðast með fortíð sem leiðir til þess að þjóðin vill ekki burðast með þá í ábyrgðarstöðum. Og því miður sitja margir slíkir enn á þingi og sumir einnig í ríkisstjórn. Þeim þarf að skipta út svo fljótt sem auðið er, ef sátt á að nást. Meðan svo er ekki kemur mótmælum ekki til með að linna. Þjóðin vill þetta fólk í burt af vettvangi stjórnmálanna.

Það var virðingarvert af Helga Hjörvar að tjá sig nokkuð skýrt um ráðningu forstjóra Bankasýslunnar. Og það var skondið að sjá talsmann Sjálfstæðisflokksins í Kastljósinu í kvöld. Að draga f.v. aðstoðarmann forsætisráðherrans sem ríkti í aðdraganda hrunsins inn í þessa umræðu er vitanlega bara brandari.

Hæfnismat eitt og sér dugir ekki lengur við ráðningar í abyrgðarstöður. Það þarf líka að líta á ferilsskrána út frá siðferðilegu sjónarhorni. Því er sú niðurstaða sem fengin í málefnum Bankasýslunnar góð áminning fyrir þá sem sitja við stjórnvölinn í þessu landi og vonandi setjast nú þingmenn og ráðherrar niður í kjölfarið og líta í eigin barm og segja af sér og afsala sér sérkjörum á eftirlaunum sem vafasamt er að þeir hafi unnið sér inn í ljósi verka sinna.


mbl.is Ummælin ekki pólitísk afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband