9.11.2011 | 11:05
Glæsilegt skref í útrásinni
Þetta er glæsilegt skref í útrás jarðhitaþekkingar og sérþekkingar okkar á sviði jarðborana við erfiðar aðstæður. Vonandi verður árangur af þessu góður og framhald svona verkefna í jarðhita og kaldavatnsöflun í Karabíska hafinu og Suður Ameríku.
Til hamingju með þetta ÍSOR og Jarðboranir.
Síðan er rétt að stefna að öflugri markaðssókn inn í Norður Ameríku í framhaldinu, en sú vegferð mun auðveldast þegar hægt er að sýna fram á góðan árangur íslendinga, ekki bara á Íslandi, heldur einnig á erlendum vettvangi. Í þessu tilliti er rétt að vanda val á verkefnum, þannig að líkur séu á góðum árangri, og láta öðrum eftir verkefni þar sem vonir um árangur eru vafasamari.
Það er greinilega að birta yfir íslensku jarðhitaútrásinni nú þegar þessi tvö fyrirtæki eru komin með verkefni í Karabíska hafinu, auk þess sem Jarðboranir eru með verkefni á Nýja Sjálandi og síðan ÍSOR ásamt Verkís í Chile og e.t.v. víðar. Síðan hafa Mannvit unnið að hitaveituverkefni í Ungverjalandi og víðar og EFLA hefur verið að vinna að verkefnum í Bandaríkjunum, Indónesíu, Króatíu og Tyrklandi.
Það eru greinilega að hefjast nýjir uppgangstímar í jarðhitaverkefnum Íslendinga og vonandi verður þessu fylgt eftir af krafti með menntun ungra vísnindamanna á þessu sviði. Þar þarf að vinna markvisst ef vel á til að takast því þær kynslóðir sem hafa verið frumkvöðlar á þessu sviði fara að nálgast eftirlaunaaldur og þörfin á endurnýjun í greininni því aldrei verið brýnni. Stjórnvöld og fyrirtæki á orkusviði þurfa að taka höndum saman og hvetja ungt fólk inn í jarðhitatengdar greinar í jarðvísindum og verkfræði og tryggja þarf að þeir sem reynsluna hafa séu til staðar til að leiða þessi verkefni þar til þeir yngri eru tilbúnir að taka við.
Jarðhitaklasinn gæti verið vettvangur til að styrkja og styðja við menntun og upplýsingamiðlun í jarðhitaverkefnum, en mikilvægt er að fyrirtækin hvert og eitt sinni útrásinni á eigin forsendum og byggi upp þau svið innan sinna fyrirtækja þar sem þau eru sterkust. Þannig farnast okkur best í slíkum verkefnum og það gefur best þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er.
Rétt er að hafa í huga þó þessi verkefni komist af stað nú að þá er þetta brothættur markaður og lítið má út af bera. Þannig geta mistök eins fyrirtækis komið slæmu orði á okkar þjónustu en gott gengi eins getur líka orðið lyftistöng fyrir aðra. Samkeppnin á þessum markaði er hörð, bæði hvað varðar jarðvísinda og verkfræðiþáttinn. En þar sem tekjumöguleikar í svona verkefnum aukast verulega þegar kemur að hönnun og byggingu orkuvera, þá er mikilvægt að samið sé um heildarlausnir frá holu til Orku. Því er kannski mikilvægt að íslenskir byggingaverktakar fari að setja sig í startholurnar til að unnt sé fylgja þessum verkefnum eftir til enda, frá holum til notenda......!
Jarðhitarannsóknir í Karíbahafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er flott - eins gott að stjórnarfar þar sé meö öðrum hætti en hér á landi.
Bestu kveðjur
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.11.2011 kl. 12:40
Þetta eru sannarlega jákvæðar fréttir fyrir íslensku þjóðina og gott til þess að vita, að til er fólk sem situr ekki með hendur í skauti og barmar sér stöðugt yfir þessari annars vesælu ríkisstjórn, sem við búum við.
Full ástæða er til að óska þessum fyrirtækjum innilega til hamingju með árangurinn og ég vona svo sannarlega, að þetta gangi allt upp.
Reyndar er ég fullviss um það, vegna þess að eðli íslendinga er vinnusemi og dugnaður, þess vegna tókst okkur að brjótast á undraskömmum tíma, frá fátækt til bjargálna.
Jón Ríkharðsson, 9.11.2011 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.