21.11.2011 | 00:12
Fortíðarhyggjan sigraði....
Niðurstaðan í formannskjörinu sýnir hvað fortíðarhyggja flokksins er enn sterk. Það væri gaman ef gerð væri úttekt á því hverjir sitja í raun þessa Landsfundi og hve góður þverskruður hann í raun er að flokknum á Landsvísu. Þarna virðast fleistir þeir sitja sem einhvern tíma hafa komið að trúnaðarstörfum hjá flokknum og þá væntanlega hlutfallslega á kosnað þeirra sem í raun eiga að reka stefnu flokksins í dag. Og hinn óbreytti flokksmaður á kannski ekki svo mikið að segja þarna nema hann hafi komist i svæðisstjórnir eða eitthvað því um líkt. Hvað ætli hlut fyrrverandi þingmanna og ráðherra sé stór þana inni. Menn sem enn trúa þvi innst inni að Davíð og Friðrik séu kannski enn við völd....?
Flokknum mistókst að brjótast undan ættarveldinu og fortíðarhyggjunni og það á hann eftir að líða fyrir um ókomna framtíð. Það gæti liðið eitt kjörtímabil enn áður en hann fær brautargengi til þátttöku í ríkisstjórn á ný. Kannski er það hæfileg refsing fyrir það sem á undan er gengið.....?
Nú gæti þurft að gefa út leiðbeiningarbækling um það hvernig þeir sem hafa slæðst inn í þenna ættarveldisvef finna leið út úr vefnum aftur. Kannski þarf að gefa út bæklig eða leiðbeingar á netinu um það hvernig fljótlegast er að losna úr þessum ættarveldisvef.....?
En það er gott að formaður og varaformaður eru ánægð með endurkjörið og að Landsfundurinn sé stoltur af sínum verkum og kosninganiðurstöðu. En ansi voru það nú fáir sem komu að kosningunni, nema stór hluti atkvæða Hönnu Birnu hafi glatast og eigi enn eftir að koma fram. Slíkt hefur nú gerst í formannskjöri hjá öðrum flokki áður. Við ættum því kannski að lifa í voninni eitthvað fram í næstu viku og sjá hvað setur....?
Mín pólitíska framtíð óráðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi Ómar. Ekki veit ég hvað ég er búinn að sitja marga landsfundi. Ekki vegna þess að ég sé eða hafi verið einhver mógúll í flokknum heldur aðeina venjulegur óbreyttur Sjálfstæðismaður sem hefur áhuga á samfélaginu sem við búum í. Sjaldan eða aldrei hefur landsfundur verið jafn jákvæður - starfssamur - og friðsamur og þessi. Fólk ákveðið í að gera sitt besta. Formannskjörið var frábært. Lítill munur á fylgi þrátt fyrir harða ásókn stuðningsmanna Hönnu Birnu sem virtust halda að málið væri í höfn og hún orðin formaður. Ekki svo. Ég er ekki af Engeyjarætt - (nýlega kom út Niðjatal Engeyjarætta og er það fróðlegt) en þar var Óli blaðasali - það eru Kroyarar og allskonar fólk annað t.d. lítill hópur Benara og Blöndalar eru þar læika. Því er það að ég brosi þegar talað er um ættarveldi - mér finnst það einskonar kvartanavæl andstæðinga Sjalfstæðisflokksins. Það herfur verið fróðlegt að tala við niðja Engeyjarættar sem hafa ekki haft hugmynd um þessa "frægu" ætt sína. Vissu ekki að þeir væri Engeyingar.
tæplega 1400 greiddu atkvæði í formannskjörinu - andstæðingar flokksins hafa verið með hverskyns upphrópanir og er það vel- þeir óttast Bjarna Benediktsson sem hefur vaxið gífurlega undanfarna mánuði. Hann er maður framtíðarinnar - Þannig að allt tal um ættarveldi g fortíðarhyggju er út í hött - það er skynsemi að skoða hið liðna þegar marka á stefnu til framtíðar.
Bestu kveðjur til þín.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.11.2011 kl. 02:32
Já það er ástæða til að óska Sjálfstæðismönnum til hamingju með þennan landsfund. Það er oft á viðkvæmum augnablikum að "ósýnilega höndin " verður virk og það vissu allir á fundinum að hann mætti ekki komast í uppnám. Það get riðið flokknum að fullu, hvort þeirra sem nyti góðs af því, þá yrði það skammgóður vermir , rétt á milli dauða og útfarar og því ekki gott fyrir neinn.
Þar sem þú vísar í góðan kassafund á öðrum stað á öðrum tíma í ónefndum flokki, þá verð ég að segja að það er ótrúlegasta fólk ( lið) sem velst á þessa fundi. Mikil liðssöfnun og klíkuskapur oft í gangi. En þessi kassafundur var ekkert öðruvísi en það að menn voru of fljótir á sér að gefa upp tölur, héldu að talning væri búin sem hún var ekki Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.11.2011 kl. 21:27
Sæl bæði tvö og þakkir fyrir ykkar innlegg. Ég ætla hins vegar að leggja pólitík til hliðar að sinni. Það fer best á því að liðsmenn allra flokka óski sjálfum sér til hamingju með sína flokka og forystulið.....
Góðar kveðjur,
Ómar Bjarki Smárason, 23.11.2011 kl. 02:35
Heill og sæll Ómar, er þetta ekki gamla sagan að endurtaka sig, að það er því miður alltof margir menn og konur sem fara vel í vasa.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.11.2011 kl. 12:43
Sæll Ómar. Ég segi eins og konan " mín pólitíska framtíð er óráðin " en það get ég þó fullyrt að ég" fer ekki vel í vasa". Mín flokksforysta fékk að finna fyrir því og miðstjórn Frjálslyndra. Ég er nú ekki að efna til umræðu um pólitík hér þó ég haldi uppi vægum vörnum fyrir Guðjón Arnar, þann sómamann, þó okkar leið hafi ekki verið neitt lík þeirra sem leiða og leiddu í Sjálfstæðisflokknum. Ég get þó tekið undir með þér að æskilegast er að flokksmenn séu ánægðir með sína forystu en ég held að það sé afar sjaldgæft á Íslandi , satt að segja. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.11.2011 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.