Aukum kaupmáttinn til að hjólin fari að snúast aftur.....

Frábært framtak hjá Melabúðinni, en slæmt að missa af þessum góðu tilboðum.

Slæmt að Halldór Jónsson, verkfræðingur, var ekki á landinu til að upplifa svona lágt vöruverð og þurfa að éta sínar amerísku svínakótilettur, og drekka amerískt gutl og Heineken með.... En spurning hvort hann startaði ekki þessu átaki með því að vekja athygli á málinu á blogginu, sem svo rataði á síður http://www.dv.is/frettir/2013/3/29/lagvorubudirnar-okkar-bara-brandaraokursjoppur og auðvitað var Melbúðin fljót að svara kallinu....


mbl.is „Það varð allt vitlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú meira framtakið hjá Melabúðini, betra má ef duga skal.

En það sem Halldór var að sýna fram á að verðlag é Evrópu og þá sérstaklega á Íslandi er mikið hærra en verðlag í BNA.

Hugsaðu þér Ómar jafnvel þó að Melabúðin lækki verð um 40% þá eru vörurnar dýrari en venjulegt verð í BNA og ég ættla nú ekki að tala um eldsneitisverð bifreiða.

Þetta sjúka skattakerfi Evrópu er orðið yfirgengiðlegt, en því miður að þá er BNA á hraðferð í sömu skatta vitleysu og Evrópa.

Ómar af hverju ertu svona afpríðisamur út í Halldór sem sýnir sig í því að þú ert að niðurlægja það sem Halldór keypti fyrir sig og sína gesti fyrir teitinn sem hann hélt, á mikið lægra verði heldur en hægt er að fá á íslandi jafnvel eftir 40% afslátt í klukkutíma í Melabúðini.

Skil þig ekki?

Gleðilega páska Ómar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.3.2013 kl. 13:18

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég er nú bara að stríða mínum ágæta vini Halldóri. Og svo eru taka evrópsk vín þeim amerísku fram. Sjálfur er ég mátulega hrifinn af amerísku samfélagi þó margt sér þar gott. Sérstaklega ekki af matarræðinu.

Var að vinna í verkefni í BNA 2010 - 2011. Í nágrenni við jarðhitasvæði sem ég skoðaði í Utah var svínabú með gríðarlegum fjölda svína sem seld voru til Kaliforníu. Umhverfisárhifin af þessu svínabúi voru mikil og lyktin ekki góð.

Svo var ég að vinna í litlum bæ í New Mexico þar sem lítið var hægt að fá annað en mexíkanskan mat. Reyndar var þarna lítill kínverskur staður sem bjargaði málunum.

En sem sagt þá er ég aðeins að reyna að slá á þá tálsýn sem mér finnst sumir hafa á BNA!

Njóttu veru þinnar í Texas sem best.

Kveðja,

Ómar Bjarki Smárason, 1.4.2013 kl. 01:48

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vissir þú að i den tid þá kom sýking í víekrur í Evrópu og eyðilagði allar sérstaklega í Frakklandi, og til að endurnýja vinviðin þá var hann fenginn frá Kaliforníu.

En ég hef alltaf haft dásemd af mörgum frönskum vínum og þá sérstaklega kampavínum, en yfirleitt er restinn af evrópskum vínum bara rusl, sorry þjóðverjar og aðrir.

Það þarf stór bú til að fæða marga munna, ameríka er enginn smábær, fleirri miljóna manns þarf að fæða og klæða.

Takk fyrir góðar óskir Ómar, og kudos til þín hafðu það alltaf sem bezt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.4.2013 kl. 02:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vissi af þessu með vínviðinn í Frakklandi. Og var ekki vínviðurinn í Kaliforníu einmitt frá Frakklandi kominn?

Annars er ég hrifnari af ítölskum og spænskum vínum en þeim frönsku. Og gæðavín flestra landa er skrambi góð.

Kveðja,

Ómar Bjarki Smárason, 1.4.2013 kl. 02:30

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Talandi um vín þá eru mjög þokkaleg vín frá Chile á góðu verði í brennivínsbúðunum. Vínviðurinn þar í landi er upprunalega frá Frakklandi, sömu þrúgutegund og lúsin eyðilagði í Evrópu en sem barst ekki til Chile. Vínbændur þar búa því yfir þeirri sérstöðu að framleiða vín af þessari aldagömlu tegund sem Frakkar og aðrir íbúar Evrópu nutu.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.4.2013 kl. 11:21

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þessu Guðjón ágætis vín á þokkalegu verði koma frá Chile kaup rauðvíni 1 1/2 lítra á tæpa $10 og drekk það með mat og brgðast vel.

Kveðja fá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.4.2013 kl. 02:08

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Mörg af þessum vínum úr "nýja heiminum" er ákaflega bragðgóð og allt það. Hins vegar finnst mér alltaf svolítið "fljótabragð" af þeim flestum, nema þeim dýrari. En evrópsku vínin frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu, nú og Króatíu og fleiri löndum þar í kring, hafa eitthvað "kúltúrbragð" sem maður saknar í vínum nýju landanna. En auðvitað er þetta allt smekksatriði....

Ómar Bjarki Smárason, 9.4.2013 kl. 22:43

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Að sjálfsögðu, en ég hef ekki mikinn áhuga á vínum frá Spáni, Ítalíu og Þýskalandi, eins og þú sagðir smekksatriði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.4.2013 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband