Íslenska fyrir erlenda bílstjóra...

Er nokkuð annað en að vera með spjald í öllum bílaleigubílum þar sem helstu merkingar eru þýddar á hin ýmsu tungumál. Enska er ekki mál Frakka, Spánverja, Ítala og margra annarra þjóðerna sem heimsækja okkur sem betur fer. Því væri rétt að rétta þeim skýrar leiðbeiningar auk þess að brýna fyrir þeim að taka sér tryggingu vegna hugsanlegra skemmda á bílunum lendi þeir í sandfoki eða öðrum óvæntum atvikum. En auðvitað er rétt að benda þeim á að forðast slíkar aðstæður eins og kostur er og fylgjast með eða spyrja um veður á þeim stöðum sem þeir heimsækja. Líka þarf að uppfræða þá sem koma hingað á eigin farartækjum einnig.

Í vikunni hitti ég franskt par á Austurlandi sem höfðu ekið um Hamarsfjörð á leið sinni frá Höfn til Egilsstaða. Þau höfðu greinilega ekki verið vöruð við því að þarna væri óveður og vegurinn í raun lokaður á vef Vegagerðarinnar. Þarna hefur vantað upp á upplýsingagjöf frá þeim sem þau gistu hjá á Höfn.


mbl.is Bannað að birta „CLOSED“ á ljósaskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki hægt að setja upp skilti sem allir í henni akandi veröld skilur "innakstur bannaður?"

Með því þá þarf ekki að skrifa neitt á íslensku, þýsku, frönsku, arabísku, kínversku eða ensku.

Gaman væri að sjá hinn vestræna akandi bílstjóra reina að keyra og komast leiðar sinnar í Arabalöndunum, Thailandi, Kína og Víetnam til dæmis, ef ekki væru skilti á vegum með vestrænu letri og þá aðallega á ensku.

Kveðja frá Medína Sádi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 22.9.2013 kl. 12:30

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð tillaga hjá þér Jóhann. Merkið "Allur akstur bannaður" ætti að virka og er líklega einfaldasta lausnin til að ná til fólks.....

Ómar Bjarki Smárason, 22.9.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband