Ónýtt aulind fyrir ríkissjóð og samneysluna

Það var áhugavert að hlusta á umræður með þeim Bjarna Benediktssyni og Katrínu Jakobsdóttur um fjárlögin. Skil ekki alveg hvað Sjálfstæðisflokkurinn er upptekinn af niðurskurði þegar við blasa augljós tækifæri til fjáröflunar fyrir ríkissjóð.

Augljósasti kosturinn er hækkun á virðisaukaskatti á veitingaþjónustu, því ferðamenn sem hingað koma þurfa að nærast oft á dag. Hvaða vit er t.d. í því að þegar ferðamaður kaupir máltíð fyrir 5000 krónur borgi hann einungis tæpar 330 krónur til samneyslunnar? Þessu þarf að breyta þannig að af þessari upphæð séu greiddar sanngjarnar 1016 krónur til samneyslunnar.

Sama má segja um gistingu. Það er hægt að hætta öllu tali um sérstök kort til sem veita aðgang að náttúruperlum. Það er miklu nær að taka það gjald inn með virðisaukaskatti á gistingu, sem nota bene, ferðamaðurinn greiðir raun en ekki sá sem veitir þjónustuna. Þarna eru miklu meiri fjármunir í húfi en það sem hugsanlega er hægt að ná með einhverjum klippikortum, auk þess sem innheimtukerfið er nú þegar til staðar.

Vonandi opna fjárlaganefnd og fjármálaráðherra augun og sjá þær leiðir sem við blasa til fjáröflunar frekar en að leggjast í sífelldan niðurskurð til að mæta útgjöldum. Ferðamönnum heldur áfram að fjölga og þeir þurfa líka í sumum tilfellum að nota heilbrigðiskerfið, auk þess sem þeir skilja eftir sig úrgang sem endar í fráveitum og sorpförgunarkerfum þjóðarinnar.

Það var athyglisvert að hlusta á umræðurnar um Ríkisútvarpið fyrri hluta þáttarins. Orð Mikaels Torfasonar vöktu mann til umhugsunar um þá fáránlegu "forgangsröðun" sem viðhöfð var í uppsögnum hjá Ríkisúrvarpinu nýlega. Þar er ráðist fyrst og fremst að þeim grunnstoðum sem Ríkisútvarpið á að snúast um, þ.e. Rás 1 og svo Kastljósið. Best væri ef Ríkisútvarpinu yrði gert fært að draga sig að mestu út af auglýsingamarkaði og sá tekjupóstur yrði látinn"frjálsum" stöðvum í té. Á móti þyrftu þær stöðvar þá líka að vera opnar með svipuðum hætti og ÍNN og N4. Auðvitað gætu þær rekið lokaðar rásir með svo sem Stöð 2 Sport. 

Stöndum vörð um menningartengt útvarp sem þjónar landsmönnum öllum, viðheldur menningu og tungumálinu sem vonandi ekki tapast vegna "ofbirtu" ofurfrjálshyggjunnar.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég mundi kalla á þveröfuga aðferð skatta hækkanir til að auka fjáröflun ríkissjóðs.

Hvernig væri að lækka skatta á launþega og fyrirtækjum, það mundi auka tekjur ríkissjóðs með aukini neyslu landsmanna, ferðamanna og útfluttningi, þar af leiðandi auka tekjur ríkissjóðs.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 8.12.2013 kl. 13:41

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það þarf að beita öllum ráðum til að auka hraða atvinnuhjólanna og hvetja fólki til aukinnar framleiðni og aukinnar vinnugleði. Það verður ekki gert með endalausu tali um niðurskurð í greinum sem reknar eru af samneyslufé.... Og vonandi næst að lækka beina skatta og ná frekar tekjunum inn í gegnum neysluskatta sem koma til með að gefa meira í aðra hönd eftir því sem framleiðni vex.....

Ómar Bjarki Smárason, 8.12.2013 kl. 14:04

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þessu í athugasemd #2.

Skattpínd þjóð verður aldrei glöð þjóð, þar af leiðandi verður framleiðni og vinnugleði ekki fyrir hendi, afleiðinginn verður minni tekjur ríkissjóðs. Þetta helst allt í hendur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.12.2013 kl. 14:12

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Nokkuð til í því Jóhann :-)

Ómar Bjarki Smárason, 8.12.2013 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband