Tækifæri ríkisstjórnarinnar....

Undarlegt er að horfa upp á ríkisstjórn með góða þingmeirihluta klúðra málum eins gjörsamlega og við höfum þurft að horfa upp á síðustu vikurnar. Væri nú ekki ráðlegra fyrir þá Bjarna og Sigmund Davíð að ganga nú hreint til verks og ljúka viðræðum við ESB með því að opna kaflana um sjávarútvegsmál og landbúnað á meðan þeir hafa tök á því að velja í samninganefndir og stýra viðræðum fyrir Íslands hönd frekar en að taka upp þessa einstrengingslegu stefnu að slíta viðræðum? Varla er betra að bíða með þetta þar til næsta ríkisstjórn tekur við, því ólíklegt er að þeir verði áhrifamenn í stjórnmálum eftir að þjóðin fær tækifæri til að kjósa til Alþingis næst.

Ef það er rétt sem stjórnarflokkarnir halda fram að það sé ekki hægt að semja við ESB um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þannig að viðunandi sé fyrir íslenska þjóð, þá yrði það endastöð í viðræðum og málið væri afgreitt. Líklegt verður að telja að niðurstaðan yrði með það afgerandi að það þyrfti ekki einu sinni að bera málið undir þjóðina. Þá væri málið dautt og ríkisstjórnarflokkarnir fengju uppreisn æru.

Skoðanakannanir benda til þess að þjóðin vilji ljúka viðræðunum við ESB og stuðningur við það er samkvæmt skoðanakönnunum svo afgerandi að óþarft ætti að vera að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Skoðanakönnun er í raun nóg til þess að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína og hefji viðræður að nýju eða segi af sér ella. Valið er þeirra annars er tiltrú hennar hjá þjóðinni ekki lengur fyrir hendi.

Reyndar er það margt annað en ESB málið sem ríkisstjórnin er í vandræðum með og þyrfti að taka sig á ef hún á að halda út kjörtímabilið. Hvort hún gerir það eða ekki kemur væntanlega í ljós á næstu vikum og þá er spurning hvort öðrum hvorum flokknum verður skipt út fyrir Samfylkingu og VG eða Bjarta framtíð....?

Það væri áhugavert að skoða hverju við gætum náð fram í viðræðum um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Gætum við t.d. fengið hingað eftirlitsstofnanir eða myndi ESB styrkja ræktunarstarf og hugsanlega kynbætur í sauðfjárrækt og nautgriparækt, mjólkurafurðum eða væri hugsanlegt að við gætum fengið hingað til lands stofnanir sem sinna eftirliti a Norðurslóðum? Gætum við fengið það fram að sjávarútvegsmálum ESB yrði stýrt frá Íslandi, af stofnun sem t.d. yrði staðsett á Austurlandi. Slíkt myndi styrkja alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum þannig að hægt yrði að hefja þaðan reglulegt beint flug til Evrópu. Áhrif þess á byggðamál á Austurlandi gætu orðið gríðarlega mikil. Fleira mætti upp telja en ég læt staðar numið hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Getur verið að stjórnarherranir geri ekki mun á lýðræði og einræði?

Þeir gerðu viðskiptasamning við Kína, eins af alræmdustu einræðisríkjum heims þa sem mannréttindi og lýðræði er ekki upp á marga fiska.

Íslans er eina ríkið í Evrópu sem gert slíkan samning!

Og svo á að fleygja öllum viðræðum við Evrópusambandið fyrir borð án þess að bera slíka ákvörðun undir þjóðina!

Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2014 kl. 21:17

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þeir hafa enn tækifæri á að endurskoða afstöðu sína. Til þess að slíkt sé hægt gæti þó e.t.v. þurft að stokka upp í ríkisstjórninni, sem kannski væri ekki svo slæmt. Það væri væntanlega mjög óheppilegt að fara inn í viðræður um ESB með núverandi utanríkisráðherra og e.t.v. skynsamlegt að hann hefði stólaskipti t.d. við Eygló Harðardóttur?

Ómar Bjarki Smárason, 28.2.2014 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Leyfi mér að efast um að þeir beri gæfu til slíks. Hagsmunaöflin á bak við þessa flokka eru mjög sterk og vænta mikils af þessari ríkisstjórn. Klofningur Sjálfstæðisflokksins er fyrirsjáanlegur og er afstað þeirra srm lengst eru til hægri í flokknum skýr gagnvart Evrópusambandinu: Þeir vilja halda í krónuna og möguleika á áframhaldandi gengisfellingum.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2014 kl. 21:33

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Stundum þurfa menn að vera klókir til að ná sínu fram. Bjarni sýndi af sér slíka takta í kosningabaráttunni s.l. vor þegar að honum var sótt og kannski væri rétt að þeir félagarnir hefðu stólaskipti og gæfu stjórninni þannig andlitslyftingu...? Framsókn hefur staðið þannig að málum að það er full ástæða til að endurskoða stjórnarsamstarfið og e.t.v. mætti gera mun róttækari breytingar á stjórninni þannig að hún yrði trúverðugri í þeim málum sem hún þarf  augljóslega að leysa.

En ég er sammála þér, Guðjón. Það er full ástæða til að efast.....!

Ómar Bjarki Smárason, 28.2.2014 kl. 21:40

5 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort stjórnarþingmenn og ríkisstjórn átti sig á því að stjórnmál eru list hins mögulega. Ekki hins ómögulega. Stundum verða menn að vera sveigjanlegir til að laga sig að umhverfinu, en því miður hefur utanríkisráðherrann brotið allmargar brýr að baki sér. Raunar held ég að þetta útspil með þingsályktunartillöguna á þessum tímapunkti hafi verið til þess gert að hleypa allri hlutlægri umræðu um ESB í uppnám. Það hefur þó heldur betur snúist í höndum þeirra.

Ég held að Gunnar Bragi sé allt of óreyndur til að gegna embættinu og framsókn gæti örugglega fundið annan fulltrúa í það starf. Vonin nú er þó útspil VG, sem hefur lagt fram tillögu sem gæti verið leið út út ógöngunum.

Við vitum öll að Ísland á eftir að gerast aðildarríki ESB, það er bara spurningin hvenær en ekki hvort. Samfélagsgerð sjöunda áratugarins er liðin undir lok. Mikilvægi fiskveiða verður umtalsvert næstu áratugi, en mun halda áfram að minka hlutfallslega og ný sjónarmið um landnýtingu og landvernd munu breyta landbúnaðarstefnunni með tímanum.

Þórhallur Pálsson, 28.2.2014 kl. 22:01

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem er hræðilegast í þessu er að það sannast með hverjum deginum og hverju viðtali að ráðherrar og meira að segja formaður Heimssýnar sem hefur barist gegn ESB viðræðum um ára raðir vita ekki um hvað þau eru að tala. Maður hefði t.d. haldið að kona sem er formaður Heimssýnar og slær um sig í viðtölum með "rómarsáttmála" og Lissabonsáttmála" og fleira svona gáfumlegt vissi upp á hár hvaða ríki eru í ESB! Og að ráðherra sem leggur til slit á viðræðum vissi svo mikið að þeim verði ekki framhaldið heldur þurfi að byrja upp á nýtt. Og þó við óskum þess þurfa öll 28 ríkin í ESB að samþykkja það. Og ef það væru almennilegir fjölmiðlar hér þá yrði þetta fólk að svara því hvað það sé í Lissabonsamkomulagninu eða Rómarsáttmálanum sem kæmi okkur sérstaklega illa eða þau eru á móti. Og sýna okkur dæmi í nágranalöndum okkar um hversu slæmt þetta sé t.d. í Svíþjóð eða Danmörku!

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.2.2014 kl. 22:11

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka góð og málefnaleg innlegg, Guðjón, Þórhallur og Magnús Helgi. Held að það sé nokkuð ljóst að ríkisstjórnin getur ekki haldið áfram á þeiri braut sem hún er á. Ef hún ekki skilur það á hún fárra kosta völ.

Ómar Bjarki Smárason, 28.2.2014 kl. 22:18

8 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hefði verið fínn pistill Ómar Bjarki... segjum svona árið 1994. Um það leyti sem Norðmenn voru að spá í "sæluríkið". Voru svo greindir að hafna því. Eftir það var samningum breytt í aðlögun, líkt og þeir þekkja sem vilja. Brussel ráðendur ætla sko ekki að láta slíkt endurtaka sig. Þessvegna er það ekki skakkt mat ráðamönnum hér að miklu nær sé að hugur fylgi máli hjá ráðamönnum.

Það er spuni Samfylkingarinnar, Eiríks Bergmann ef ég man rétt að stöðvun viðræðna nú þýddi minnst 20 ára stopp. Í raun er þessi stöðvun nú almenn kurteisi meira en nokkuð annað. Eða hvers vegna minntist ekki nokkur sála á málið nema Samfylking fram í síðustu viku? Ekki virtist það hvíla þungt á pöpulnum.

Nú hefur aftur gerst nákmæmlega það sama og nokkur skipti áður. Einstrengingslegir og rammhlutdrægir fjölmiðlar (Rúv, Fréttablaðið, Vísir, Eyjan) hefur tekist að æsa fólk upp. Og með mótmælum og undiskrift kjósenda Samfylkingar og Bjartrar ásamt Grænum, nokkrum hundleiðum óbreyttum alþingismönnum "blod pa tanden".

Ef þ

P.Valdimar Guðjónsson, 1.3.2014 kl. 00:17

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Verðum við ekki að lifa í voninni um "Sæluríkið" Valdimar...? Og það má svo sem velta fyrir sér hvort við værum ekki betur sett í dag hefðu Þorsteinn Pálsson fengið að sitja áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins.... En við búum við það sem við fengum á tíunda áratug síðustu aldar og veður væntanlega einhver ár í viðbót að vinna okkur út úr því.

Ég skal alveg viðurkenna að ég hef hingað til verið algerlega á móti því að við göngum í ESB og tökum upp evru en framganga núverandi ríkisstjórnar, og ótti hennar sem við fáum í raun ekki að vita hvað er, gerir það að verkum að maður er orðinn forvitinn að fá að kíkja betur í ESB pakkana.... Og ég hef trú á því að við getum fengið eitthvað fram sem e.t.v. gæti bætt það ástand sem hér er í dag, þannig að það kæmi til góða fyrir pólitískt siðferði, efnahagslegan stöðugleika auk þess að skapa fjölbreytilegri störf fyrir fólk, einkum í hinum dreifðari byggðum landsins. Það getur vel verið að einhverjir úr þeirri "elítu" sem Framsókn og Íhald telja sér skylt að verja tapi á því að við gerumst fullir aðilar að ESB en mig grunar að allur almenningur þessa lands gæti komið betur út ef við erum þar inni en fyrir utan. Ef hægt er að lækka kostnað almennings við að vera til auk auka fjölbreytileika mannlífsins hér og þá möguleika sem allur þorri fólks hefur til mennta, vinnu og afþreyingar, þá er það mikill ávinningur. Það skiptir okkur, almenning í þessu landi, ekki svo miklu máli hver veiðir og selur fiskinn eða á og rekur banka og bensínstöðvar, heldur skiptir meira máli hvað við fáum í launaumslagið og hvort við erum í plús eða mínus um hver áramót. Hjá flestum er þetta nefnilega spurning um að lifa af.....ekkert síður nú en árið 1994.

Ómar Bjarki Smárason, 2.3.2014 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband