8.4.2016 | 18:45
Kennslustund í pólitískri siðfræði?
Fyrir okkur sem höfum áhuga á siðfræðilegum gildum í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu þá er það einkar áhugavert að velta fyrir sér hvort við þurfum virkilega á utanaðkomandi aðstoð að halda frá ríkjum þar sem siðmenningin er komin á aðeins æðra stig en í okkar annars ágæta landi? Líklega er það svo en við ekki þekktir fyrir annað en sóðaskap þegar kemur að samskiptum og viðskiptum við aðrar þjóðir, eins og svo glögglega kom í ljós í úrrás bankanna fyrir ekki svo löngu síðan.
Það þarf virkilega að taka til hér á landi í ýmsum málum stjórnsýslunnar, orkugeiranum, sjávarútvegnum og landbúnaðinum svo einhver dæmi séu nefnd. Afsögn forsætisráðherra er bara rétt byrjunin á þessu og mér segir svo hugum um að fljótlega fylgi ráðherrarnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum og á næstu tveimur árum gætu svo einn eða fleiri ríkisforstjórar harkist úr sínum embættum vegna siðferðisbrota. Þetta eru spennandi tímar framundan!
Frakki tekur Bjarna á beinið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 73891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar minn, þetta er misskilningur hjá þér að þetta sé bara íslenskt fyrirbæri, en það er nú aldeilis ekki.
Nefndu einhver lönd sem stjórnmálasiðferði og fjármálasiðferði er eitthvað betra en hér.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 8.4.2016 kl. 22:50
Vandamálið er því miðr stærra hér en annarsstaðar, Jóhann, og lítið hagkerfi þolir þetta verr en þau sem stærri eru. Og svo er það léleg vörn að einhver annar sé e.t.v. verri. Slík röksemdafærsla dugri skammt fyrir rétti, nema dómarinn sé þeim mun spilltari...
Ómar Bjarki Smárason, 12.4.2016 kl. 02:59
Það er ekki rétt hjá þérað Ísland sé spiltari en önnur lönd, þekki spillinguna í þeim löndum sem ég hef átt heima í, svo sem Luxemborg, Þýskaland, Malasía, Indónesía, Japan, Sádi Arabía, Indland og auðvitað USA.
Ísland er ekki einu sinni með tærnar þar sem þessi,lönd hafa hælana í spillingu og ég býst við að öll lönd sem ég hef ekki talið upp sé svipað upp á teningnum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 15.4.2016 kl. 22:33
Spillingin hér á landi er kannski betur dulin en víða annarsstaðar? Og þeir sem þar ráða ferð eru með ansi góðar girðingar upp í gegnum allt kerfið og jafnvel upp í æðsta dómsvald. Eða það fær maður stunum á tilfinninguna og skrif Jóns Steinar styðja kannski slíkar bollaleggingar...?
Ómar Bjarki Smárason, 20.4.2016 kl. 14:18
Hér í USA getur hver sem er keypt dómsvaldið ef hann eða hún hefur nóga peninga, samber O.J. Simpson.
Ég gert það sjálfur til að koma mér út úr smá klípu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 22.4.2016 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.