Out of oil - into hot water: Lord Ron Oxburgh flutti fyrirlestur á vegum Breiðdalsseturs 28. ágúst 2008

Fimmtudaginn 28. ágúst s.l. flutti Lord Ron Oxburgh áhugaverðan fyrirlestur á vegum nýstofnaðs Jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík. Fyrirlesturinn nefndi hann: "Out of oil - into hot water".

Fyrirlesturinn var haldinn í framhaldi af opnun Jarðfræðiseturs í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík, sem stofnað var til minningar um breska jarðfræðinginn dr. George Patrick Leonard Walker, sem vann mikið brautryðjendastarf í jarðfræðirannsóknum á Austurlandi á árunum 1955 - 1965 ásamt stúdentum sínum. Jarðfræðisetrið var formlega opnað af Lord Ron Oxburgh þann 23. ágúst s.l. að viðstöddu fjölmenni.

Í fyrirlestri sínum á Grand Hótel í Reykjavík fór Lord Ron Oxburgh yfir möguleikana sem við eigum þegar olíuna þrýtur og nefndi m.a. möguleika á því að vinna fljótandi eldsneyti úr sorpi, og þá ekki bara því sorpi sem til fellur í dag, heldur gætu gamlir aðgengilegir sorphaugar orðið verðmætir í þeim tilgangi í framtíðinni. Morgunblaðið birti viðtal við Lord Oxburgh á síðu 20 laugardaginn undir fyrirsögninni "Dagar ódýrrar orku að baki" og hér að neðan er krækja í það viðtal fyrir þá sem áhuga hafa á því.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 73991

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband