Jarðhiti í Skaftafelli í Öræfum

Jarðborinn Ýmir, sem er í eigu Jarðborana hf, kom niður á 51,3°C heita vatnsæð í 299 m í holu ASK-93 í Skaftafelli þann 9. mars s.l.  Önnur æð, en minni, var skorin í 200 m og var sú 43,6°C.  Í lok borunar runnu upp úr holunni um 5 l/s af 47,5°C heitu vatni.

Vitað hefur verið um jarðhita í Skaftafelli síðan árið 1992, þegar fyrst var leitað þar að jarðhita.  Efnahiti vatns úr holu sem þá var boruð benti til a.m.k. 60 - 65°C hita.  Síðan hafa verið boraðar nokkrar holur til víðbótar og í ljós hefur komið að jarðhitasvæðið er stórt að flatarmáli og því talið hugsanlegt að þarna sé bæði mikið og e.t.v. einnig nokkuð heitt vatnskerfi, a.m.k. 80°C og hugsanlega talsvert heitara.  Þetta þarf að sannreyna með fleiri holum og dýpri.  Fyrsta skrefið í því gæti verið að dýpka holu ASK-93 í 400-600 m.

Verk þetta var unnið fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð og styrkt af Orkusjóði, enda hluti af jarðhitaleit á köldum svæðum en auk þess fékkst sérstakt framlag vegna skerðingar á þorskkvóta.  Umsjón með verkinu hafði Jarðfræðistofan Stapi skv. samningi við Sveitarfélagið Hornafjörð.  Verkefnið er í raun hluti af fleiri verkefnum sem miða að því að hitaveituvæða allt Austurland á næstu árum.  Nú þegar er komin hitaveita á Eskifirði og fundist hafa vísbendingar um nýtanleg jarðhitakerfi við flesta þéttbýlisstaði á Austurlandi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það hljóta nú að vera góðir möguleikar á Reyðarfirði. Haltu áfram þessu góða starfi frændi!

Haraldur Bjarnason, 24.3.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband