Sýndarviðskipti og sýndarveruleiki....

Þeir Björgólfarnir áttu sem sagt aldrei Landsbankann og þetta voru allt sýndarviðskipti og þeir lifðu í sýnum sýndarveruleika....  þá má væntanlega líka færa rök fyrir því að þeir beri enga ábyrgð á skuldum sínum, eða hvað...? Fyrir svona smálánum til bankakaupa þarf væntanlega engin veð, bara nóg að brosa eða flagga gömlum dómum, sakarvottorðum, flokks eða ættartengslum. Það fá engir "heiðarlegir" menn svona fyrirgreiðslu í bankakerfinu!!!
mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er náttúrulega alveg bráðsnjallt og ég er ekki hissa á því að það fari í pirrurnar á þeim stjórnmálamönnum sem tóku þátt í að setja þessar reglur, eða "ruglur" sem auðvisarnir nýttu sér út í ystu æsar. Þeir áttu aldrei neitt og það verður örugglega ekki erfitt fyrir meðalgreinda lögfræðinga að sýna fram á sakleysi þeirra allra. Embætti sérstaks saksóknara og greiðslur til Evu Jolie eru því til einskis og rétt að láta þau hætta þessu strax og bara viðurkenna aumingjaskap kerfisins strax og sem útgjaldaminnst.....

Ómar Bjarki Smárason, 7.7.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vil nú hafa Evu Joly áfram. Hún hefur ekki og mun ekki kosta Ísland mest.

Samt þurfum við að vera meðvituð um að það er íslenska þjóðin sem síðast tekur afstöðu til hennar ráðlegginga og úrskurðar. Ekki að ég kvíði því neitt sérstaklega, heldur fylgir það með í þjóðar-sjálfstæðispakkanum að hafa sjálfstæða ábyrga skoðun á þjóðmálunum.

það er ekki hægt að henda ákvörðun um úrskurð alltaf til annara og kvarta svo yfir að þeir hafi ekki gert rétt. þessir þeir erum "við" þjóðin.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það þarf auðvitað að rannsaka öll þessi mál, en ég óttast að það fáist engin niðurstaða einfaldlega af því að íslenskt réttarkerfi ræður ekki við þetta og stærðargráðan á þessu er langt utan við hugmyndafræði laganna. Lögin gera einfaldlega ekki ráð fyrir brotum af þessari stærðargráðu. Þetta á víst ekki bara við lögin hér á landi heldur í allri Evrópu. Lögin eru nefnilega sett til að vernda hinn sterka gegn hinum sem minna mega sín en ekki öfugt.

Ómar Bjarki Smárason, 10.7.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband