Samstarf við Breta og Hollendinga um rannsókn á bönkunum

Lekinn á skjölum leiddi þá kannski eitthvað gott af sér, þó það sé auðvitað miður að það þurfi einhver réttsýnn aðili að fremja trúnaðarbrot til þess að koma þessum gögnum á framfæri.

Er nú ekki tímabært að íslensk stjórnvöld hristi af sér slyðruorðið og hefji viðræður við Breta og Hollendinga um sameiginlega rannsókn á íslensku bönkunum og þeirri "siðlausu" starfsemi sem þar fór fram? Ef stjórnvöldum hér er í mun að leysa þetta mál, þá er ljóst að við höfum ekki afl til þess ein og kannski var það einmitt það sem Eva Joly gerði sér grein fyrir og er að kalla eftir víðtækari rannsókn á málinu með birtingu greina sinna. 

Í samstarfi við Breta og Hollendinga er kannski hugsanlegt að við náum til baka einhverju af því fé sem skotið var undan í skattaskjól. Við höfum ekki afl í það ein og sér, lítil gjaldþrota þjóðin.

Sendið nú alvöru fagfólk með forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra á fund við Breta og Hollendinga og ræðið þetta allt í alvöru.

ICESAVE verður ekki leyst nema í beinum pólitískum samningum. Þetta eru kannski sýndarsamningar, öðrum til viðvörunar, en það er ekki hægt að ætlast til að Alþingi geti samþykkt þann samning sem fyrir liggur.

Ef núverandi valdhafar treysta sér ekki í þetta verkefni, þá skulu þeir fara frá hið fyrsta áður en þeir vinna þjóðinni meira tjón í þessu máli. Í kjölfarið yrði vonandi mynduð sterk þjóðstjórn til að vinna okkur út úr þeim hörmungum sem við sitjum í.


mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 73430

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband