7.8.2009 | 22:20
Lánveitingar til eigendahóps bankanna
Varðandi lánin til eigaendahóps bankanna er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þeir sem fengu lán í bönkunum til kaupa á hlutabréfum í sömu bönkum áttu yfirleitt nokkuð í þeim. Þannig er hæpið að tala um lánveitingar til eigenda. Alla vega virðast þessir svonefndu eigendur ekki bera mikla ábyrgð á "eigninni" þegar upp er staðið. Svo eru lánin sem veitt voru til kaupanna þurrkuð út. Þetta hljómar svona svipað eins og maðurinn sem lyfti sjálfum sér upp á skottinu. Reyndar misstu þessir svonefndu eigendur á endanum takið á skottinu og ná vonandi ekki í skottið á sér aftur í bráð......
Hreiðar Már segir lánin lögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð athugasemd hjá þér ómar Bjarki. Eign fylgir óvéfengjanlega ábyrgð, annars telst hún ekki eign. Sumir vilja ráða yfir eignum annara en ekki taka ábyrgð á þeim. það er sjúkleg græðgi og siðblinda að mínu mati.
Margir hafa eflaust verið plataðir og sviknir út í þessa vitleysu. þarf líka að taka tillit til þeirra ef þeir geta sýnt fram á það með nokkurnveginn óvéfengjanlegum hætti. Ungt fólk með börn sem hafa verið svikin um kennslu í hvernig heimurinn raunverulega er eiga rétt á hjálp núna. Fyrir hvern eru skólarnir að vinna td?
þess vegna er svo nauðsynlegt að kenna siðfræði bæði á heimilum og í skólum. Kenna börnum að þekkja muninn á réttu og röngu og hvað orðið réttlæti þýðir í raun. Við kennum víst ekki fullornum siðblindum og spilltum þetta. Nú er það annara að benda mér á ef ég er ósanngjörn! Ég tek við slíkum ábendingum með þökkum ef rök fylgja með. Ég er alltaf að læra þó ég sé orðin gömul!
Er einmitt að hugsa um að biðja um kúlulán þó ég eigi bara skuldir og ekkert veð! þá reynir á lögin og reglurnar. Forvitnilegt ferli! Vil bara helst hafa einhver góðan upptökumann með mér í þetta og senda það svo á sjónvarpsstöðvar sem ekki loka á svona raunverulegt fræðsluefni!
Ég vil nefnilega ekki hafa bankaleynd um mín mál! Sumir kalla það villta vestrið að hafa ekki slíkt skálkaskjól sem bankaleyndin er, en ég er ekki á sama máli! Alltaf er einhver hvít lygi, (við erum öll mannleg) en þannig lygi verður að mæta náðaraugum í svona ástandi eins og er hér á landi og í heiminum öllum er núna. það opnar á að fólk þori að taka þátt og tjá sig þannig að hægt verði að uppræta og leysa málin. Horfa fram hjá saklausu málunum og tökum á stóru málunum.
Ef mér verður neitað um kúlulán út af því að það sé ólöglegt er ég í góðum málum til að lögsækja þá sem veittu þessi lán á sínum tíma og eru jafnvel að fella þau niður hjá útvöldum! Svikul vinnubrögð verða ekki sannprófuð án fyrirhafnar. þetta veit Eva Joly sú ágæta kona. Bið alla góða vætti að styrkja hana og vernda í sinni heiðarlegu baráttu.
Löglegt? Hvað þýðir það eiginlega á Íslandi? Enginn getur víst svarað því núna. þjóðin er ennþá í sjokki og getur ekki hugsað rökrétt. það er eðlilegt.
Halda þessir afbrotamenn (sem enn ganga lausir) að fólk láti endalaust mata sig óhugsandi á lygi til varnar afbrotamönnum?
Ja hérna ef svo er, þvílík siðblinda og bjartsýni. þeir vanmeta kraftinn og sjálfstæða hugsun fólksins í landinu sem er heiðarlegt. Halda að allir séu heimskir sem ekki tóku þátt í svikunum og misnotuðu vitið sem þeim var gefið og menntunina sína. Úff.
Betra að vera fátækur af veraldlegum eignum og heiðarlegur. það er raunverulegt ríkidæmi ásamt afkomendum og vinum að sjálfsögðu. Alla vega í sjálfbæru landi sem Ísland er.
Sumir kalla það nægjusemi. þetta er frekar lífsýn held ég. Við þurfum ekki að vera með minnimáttarkennd sem ekki tókum þátt í ruglinu. Fyrirgefðu Ómar, fór víst dálítið mikið út fyrir efnið núna . þurfti bara svo mikið að tjá mig. Kv. Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2009 kl. 11:01
Þér liggur greinilega mikið á hjarta, Anna!
Ómar Bjarki Smárason, 8.8.2009 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.