Eyðibýlasjóður - Átaksverkefni um varðveislu eyðibýla

Á ferðum mínum um landið á undanförnum áratugum hef ég horft á allan þann fjölda eyðibýla víðsvegar um landið og verðið að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að byggja þessi hús upp með framtíðarnot í huga.

Mér sýnist að það væri skynsamlegast að reyna að koma þeim í stand og nýta fyrir Evrópubúa sem myndu vilja komast í rólegheit og burt frá skarkalanum í Evrópu. Þar yrðu Þjóðverjar líklega okkar stærsti markhópur.

Til að fjármagna svona verkefni þyrftu að koma framlög frá ríkinu og áhugahópum og hugsanlega frá væntanlegum notendum, sem þannig myndu kaupa sér afnot til frambúðar.

Þetta verkefni þarf vissulega að vinnast í samstarfi við þá sem eiga þessi "hús" eða beinagrindur af húsum í dag. Með því að leggja verkefninu lið myndu eigendur fá afnotarétt á svipaðan hátt og þeir sem koma inn með fjárframlög og hugsanlega vinnu.

Hluti af þessu verkefni væri að rækta skóg og annan gróður umhverfis þessi hús eftir því sem henta þykir á hverjum stað.

Það hvernig staðið verður að uppgerð hvers húss fer eftir ástandi þess og aldri. Það er örugglega ekki hagskæmt að gera öll húsin upp í upphaflegum stíl, heldur þarf að fara saman hagkvæmni og varðveisla.

Hluti af þessu verkefni yrði að varðveita sögu hvers bæjar og ábúenda.

Miið af þessu bæjum standa á skemmtilegum stöðum og langt er í næsta bæ.

Með þessu verkefni skapast verkefni fyrir smiði, arkitekta og fleiri sem að þessu kæmu.

Það má vel hugsa sér að sum þessara hús nýtist fyrir dvalargesti næstum allt árið um kring. Fólk sem þarna dvelur myndir þurfa að nota þjónustu næstu byggðakjarna og verslana. Þetta gæti þannig aukið fjölda þeirra sem dvelja í hinum dreifðari byggðum nokkuð og aukið verslun og þjónustu.

Sum þessara húsa standa í nágrenni við æðarvörp, sem ekki nýtast í dag, þar sem enginn fæst til að sjá um kollurnar. Með því að gera upp hús, eða í sumum tilfellum mætti byggja ný orlofshús,væri mögulegt að skapa eldri borgurum mögueleika á að dvelja við æðarvörpin frá mars til júní til að halda frá vargi og auka arðsemi þessarar auðlindar.

Vonandi sjá stjórnvöld ljós í þessu og verða tilbúin í þetta verkefni. Og ég vona að einhver þeirra sem kunna að lesa þetta taki þetta verkefni upp á sína arma, því ég hef meira en nóg á minni könnu og hef engan tíma til að sinna þessu.....

Það mætti stofa "Friends of Abundant Farms in Iceland"  á Facebook...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband