10.10.2009 | 10:44
Matseðill heillagrar Jóhönnu og Co.
Nú er að koma í ljós betur og betur hvernig matseðill heilagrar Jóhönnu lítur út:
Forréttur: ICESAVE á grænu salatblaði og bragðbættur með Curacao líkjör (kr 700.000.000.000)
Aðalréttur: AGS vindaloo með hrísgrjónum og kokteilsósu borinn fram í "The Guardian" (kr.5.000.000.000.000)
Eftirréttur: ESB fyllt með camembert og brie, djúpsteikt í virgin olive oil (kr. 3.000.000.000)
Verð pr. mann miðað við 300.000 manna kvöldverð er 16,7 milljónir!
Ég segi bara verði þeim að góðu sem vilja láta þetta ofan í sig.....!
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínn matseðill. Er ekki kaffi og koníak á eftir?
Björn Birgisson, 10.10.2009 kl. 13:17
Ég hef bara aldrei verið í svona flottri veislu, enda hef ég ekki efni á henni !
Það er hollt að fletta upp í Íslandsklukkunni og lesa hvaða svar Arnas Arnæus gaf Uffelin greifa þegar greifinn bauð honum að gerast jarl yfir Íslandi.
"Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."
Þórhallur Pálsson, 10.10.2009 kl. 13:52
Kaffið og koníakið hlýtur að verða í boði Frakka, Björn, þegar við verðum komin í ESB klúbbinn. Veisla á hverjum degi, geri ég ráð fyrir. Alla vega er það það sem okkur er lofað.
Hef nú ekki flett Íslandsklukkunni, Þórhallur, síðan ég dúxaði í henni í mínum bekk í ML. Geri ráð fyrir að þrællinn hafi heitið Bárður, fremur en að hann hafi verið barinn, nema hvoru tveggja sé....!
Það er spurning hvort ekki er skárra að vera þræll eigin þjóðar með frelsi í brjósti, en að verða þræll ESB.
Og mikið vil ég nú frekar eiga mikið í litlu en lítið í stóru.....
Ómar Bjarki Smárason, 10.10.2009 kl. 14:44
Þetta virtðist dýrasta matarboð Íslandsögunnar.... + 100.000 rauðvínsflöskur - valið af útrásar-sérfræðingum í vínsmökkun..
Kristinn Pétursson, 10.10.2009 kl. 15:29
Ágætis matseðill frændi en ég myndi sleppa grjónunum. Megum ekki éta þau frá Kínverjunum þeir eru svo margir. Tek bara með mér kartöflur í staðinn. Það var svo góð uppskera hjá mér.
Haraldur Bjarnason, 11.10.2009 kl. 09:00
Þetta er nú alþjóðlegur réttur á vegum alþjóðastofnunar, frændi, og það fer nú betur að hafa hrísgrjón með sterkum indverskum rétti þó kartöflurnar séu alltaf góðar.... En það er gott að uppskeran var góða hjá þér og greinilegt að þú hefur ekki atvinnu af kartöflurækt, því kartöflubændur kvarta alltaf, sama hvort uppskeran er mikil eða lítil, því ef hún er mikil þá er of mikil vinna að taka upp og verðið pr. verður lægra.....!
Ómar Bjarki Smárason, 11.10.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.