7.11.2009 | 14:23
Endurnýtanleg raforka!
Við Íslendingar tökum öðrum þjóðum fram á flestum ef ekki öllum sviðum. Við fórum í útrás í fjármálum og viðskiptum og náðum þar undraverðum áragri á skömmum tíma, sem aðrar þjóðir reyndar eyðilögðu fyrir okkur með því að stuðla að takmörkun á lánsfé á góðum kjörum.
Nú erum við að leggja undir okkur orkuheiminn og virðumst vera að finna upp endurnýtanlega raforku með svipuðum hætti og um endurnýtanlega úrgang væri að ræða. Það virðist nefnilega sem við ætlum að selja sömu kílóvöttin margsinnis til mismunandi nota, þ.e. fyrir álver og gagnaver.
Það er spurning hvort þessi nýja útrás er til komin vegna misskilning hjá fjármálasnillingum og pólitíkusum, þannig að þeir hafi misskilið hugtakið endurnýjanlegur og snúið því yfir í endurnýtanlegur...?
Kannski liggur munurinn á milli túlkunar Sigmundar Einarssonar á orkuauðlindum jarðhitans og svo hinna sem halda að þessi auðlind eigi sér lítil takmörk, einmitt í þessum misskilningi.... Ég bara velti þessu fyrir mér....
![]() |
180.000 fm fyrir gagnaver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
andrigeir
-
ansigu
-
arnorbld
-
agbjarn
-
arnith2
-
arogsid
-
thjodarsalin
-
baldurkr
-
baldvinj
-
benediktae
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
zippo
-
gudmundsson
-
bjorn-geir
-
brahim
-
baenamaer
-
daxarinn
-
doggpals
-
socialcredit
-
gustichef
-
elinora
-
erljon
-
estheranna
-
fannarh
-
fhg
-
gardar
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
klossi
-
mosi
-
bofs
-
gmaria
-
halldorjonsson
-
handboltafregnir
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidistrand
-
hlf
-
hildurhelgas
-
hjorleifurg
-
minos
-
ingagm
-
kreppan
-
naflaskodun
-
johannvegas
-
tankur
-
jonatlikristjansson
-
jon-bragi
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
askja
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinnp
-
kristjan9
-
larahanna
-
lindagisla
-
altice
-
maggib
-
elvira
-
marinogn
-
nilli
-
sumri
-
olafurjonsson
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
pallru
-
pallvil
-
valdimarg
-
ridartfalls
-
undirborginni
-
nafar
-
einherji
-
sjonsson
-
sigurjonth
-
1301493169
-
snorrithor
-
trj
-
tryggvigunnarhansen
-
valayates
-
tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekkert að fylgjast með faglegri umræðu um þessi mál? Eða lestu bara speki Sigmundar Einarssonar, yfirlýsts andstæðings virkjanaáforma og nýtingu jarðhita?
Það er e.t.v. upplýsandi fyrir þig að lesa ÞETTA og ÞETTA
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 16:10
Það er nú heila málið, Gunnar, að ég las einmitt þetta og þetta sem þú vísar til eftir þá félaga Guðmund Ómar og Ómar Sigurðsson, og því miður segja þeir akkúrat ekki neitt, heldur halda því bara fram að Sigmundur hafi ekki rétt fyrir sér.
Það sem Sigmundur hefur fram yfir þá félaga sem vitnað er í hér að ofan er að hann fjallar um málið faglega og er ekki leigupenni. Eða heldurðu að það hafi verið tilviljun að það skuli birtast greinar í bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sama daginn eftir tvo af starfsmönnum HS Orku...?
Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 17:28
Auðvitað er það ekki tilviljun, ætti það að vera?
Þeir voru einfaldlega að svara órökstuddu bullinu í Sigmundi. Ekkert óeðlilegt við tímasetninguna á því.
En merkilegt ef menn sem lifa og hrærast í orkugeiranum og hafa menntun til að fjalla faglega um málið, þá eru þeir "leigupennar"
En ef yfirlýstur umhverfisverndarsinni sem lifir og hrærist í þeim geira, skrifar eitthvað um orkunýtingu, þá eru það "hlutlaus skrif"
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 18:42
Hvar ætlar Árni Sigfússon að finna orkuna fyrir álverið og gagnverið á sama tíma?
Haraldur Bjarnason, 7.11.2009 kl. 21:27
Gunnar: Hvar get ég fundið yfirlýsingu um það að Sigmundur Einarsson sé yfirlýstur umhverfisverndarsinni og að hann lifi og hrærist í þeim geira?
Árni verður náttúrulega að svara þessu sjálfur, frændi.
Vandamálið með háhitavirkjanir er það að reynsla af slíkum virkjunum hér á landi er mjög stutt á veg komin og flestir, ef ekki allri, sem til þeirra mála þekkja virðast sammála um það að þessi svæði er best að nýta í þrepum á meðan verið er að kynnast viðkomandi svæði og raunverulegri afkastagetu þess. Þau henta því afar illa sem stórvirkjanir sem teknar eru í notkun í einum áfanga. Með aukinni þekkingu á þessum svæðum og hugsanlegum dýpri borunum er hins vegar vel hugsanlegt að hægt verði að byggja mun stærri virknair á þessum svæðum en mögulegt er í dag. Þetta bara vitum við ekki enn og slíkar vikjanir eru kannski ekki í hendi fyrr en eftir nokkra áratugi. Við verðum því að líkindum að hafa biðlund á meðan. En vonandi náum við úr þessum svæðum sem mestri orku og í sem lengstan tíma.
Ég hef verið að benda á möguleikana á að kanna með virkjun á Torfajökulssvæðinu. Það mætti byrja með tiltölulega litla virkjun, kannski 100 - 200 MW. Slíkt myndi tryggja betra vegasamband inn á þetta frábæra útivistarsvæði allan ársins hring. En vitanlega þarf að finna virkjun á þessu svæði þannig að stað að það falli sem best inn í viðkvæmt umhverfi náttúru og þessa einstaka svæðis. En að friða þetta svæði algerlega er ekki skynsamleg landnýting að mínu mati.
Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 21:43
Þú segir Ómar að best sé að virkja háhitasvæði í þrepum. Það er einmitt það sem Guðmundur Ómar segir í grein sinni:
"Orkugeta einstakra svæða verður seint metin til hlítar nema með skynsamlegum nýtingartilraunum sem teknar eru skref fyrir skref. Er orkuverið í Svartsengi eitt skýrasta dæmið þar um."
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 22:39
Ég held þú ættir að lesa grein hans aftur
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 22:41
Einmitt - og hvað er ekki að gerast í Svartsengi. Það er virkjað í þrepum og niðurdráttur í svæðinu færist neðar og neðar, og meira að segja neðar en starfsleyfið segir til um. Ef, það að fara ekki eftir þeim leyfum sem virkjanir starfa, er það sem koma skal, nú þá er tæpast við öðru að búast en að mönnum verði fótaskortur á leiðinni niður orkustigann....
En varðandi grein Guðmundar Ómar, þá verð ég nú að viðurkenna að ég var hissa á því að Morgunblaðið skyldi birta slíkt orðagjálfur sem notað er í þeirri grein. Mig rekur ekki minni til að hafa séð önnur viðlíka skrif í Morgunblaðinu, burt séð frá innihaldinu.
Ómar Bjarki Smárason, 7.11.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.