Væri ekki nær að útvíkka heimildina til útrásarvíkinga einnig...?

Þetta er nú spor í öfuga átt eins og þau eru svo mörg hjá þessari ríkisstjórn. Sjómenn njóta þessa afsláttar m.a. vegna þess að þeir eru ekki að nota þá þjónustu sem landkrabbarnir hafa aðgang að dags daglega, því þeir eru jú fjarri landi og úti á sjó við að afla þjóðarbúinu tekna.

Væri ekki rétt að útvíkka heimild sem þessa til þeirra sem eru á flakki um allan heim, sumir hverjir á ofurlaunum reyndar, við að afla þjóðinni verkefna og tekna en nýta ekki þá þjónusut sem hér býðst nema örfáa daga á ári.

Það mætti kalla þetta "útrásarafslátt"......

Við nánari athugun mætti kannski færa fyrir því rök að afsláttur útrásarvíkinga framtíðarinna rynni í sérstakan sjóð til að borga fyrir afglöpin sem sumir munu efalaust valda þjóðinni. Þetta gæti heitar "útrásarvíkingaafglapasjóður"......

Kannski þarf svona afglapasjóð fyrir mistæka pólitíkusa líka......? Svona úr því að verið er að hreyfa við fríðindum á annað borð.....


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Eftir því sem ég þekki best þá var þessi afsláttur settur á vegna þess að aðstæður um borð í skipum og vinnuumhverfi sjómanna var lélegur. Í dag er það svo innilega ekki rétt lengur því togarar eru orðnir mjög fullkomnir og góð aðstæða fyrir sitt fólk.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 27.11.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: a

Hugsaðu bara um þetta næst þegar þú kemur inn heima hjá þér eftir langann dag í vinnuni, faðmar konuna þína og börn.

Ég sem sjómaður segi það að það á ekki að afnema sjómannaafsláttinn. 

Sjómenn eru eina stéttin sem ég veit til um að hafi samið um launa LÆKKUN í sínum samningum.

Og plús það að ég myndi ekki sjá það fyrir mér að ef að þú ert að keyra á vinnubílnum að þú yrðir ánægður með það að fá reikninginn fyrir bensíninu sem þú notaðir, en það gera sjómenn við greiðum fyrir olíu á okkar vinnutæki.

a, 27.11.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég verð nú að viðurkenna það "a" að mér finnst að sjómenn eigi að halda þessum fríðindum fyrir þá daga sem þeir eru á sjó og vitanlega sleppið þið þessu ekki bótalaust.

Mér hefur alltaf fundist undarlegt að starfsmönnum hjá verktökum, sem vinna fjarri heimili, er reiknað frítt fæðið til tekna á meðan sumir aðrir eru á sama vinnusvæði annað hvort á fríu fæði eða dagpeningum, skattfrjálst.

Nú svo eru starfsmenn ráðuneyta og ríkisstarfsmenn á dagpeningum, sem reyndar duga ekki alltaf fyrir hótelkostnaði og uppihaldi á dýrari stöðum, og þetta er ekki skattlagt hjá ríkisstarfsmönnum meðan aðrir eru kannski hundeltir út af svipuðum greiðslum.

Það þarf að vera samræmi í svona löguðu og það er náttúrulega frá leitt ef þeir sem eru erlendis á vegum ríkisins stóran hluta ársins og fá allan kostnað greiddan eru svo í ofanálag með skattfrjálsa dagpeninga. Það þarf kannski að samræma starfskjör þeirra félaga Jóns og séra Jóns.....

Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: a

Ómar sjómanna afslátturinn er bara til frádráttar sköttum á þeim dögum sem einstaklingurinn er á sjó ekki deginum lengur.

a, 28.11.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gott mál og sjómenn eru vel að honum komnir og það er bara mikið sanngirnismál að þið haldið honum. Og þið þurfið bara að fá fleiri konur á sjó svo Pétur Blöndal geti hætt að væla....

Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: a

ég segi það nú af eigin raun að konur eru engu verri sjómenn en karlar betri ef eithvað er..

og það er svo týpístk að snúa þessu uppá kynjamisrétti... það hefur enginn bannað konum að fara á sjó... ekki að mér vitandi þar er að segja.

en já takk fyrir stuðning við sjómenn ómar  

a, 28.11.2009 kl. 13:18

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Verði þér að góðu nafnlausi sjómaður....

Ómar Bjarki Smárason, 28.11.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband