Héraðsdómur ver sína umbjóðendur - vart við öðru að búast!

Það má svo sem búast við því að Héraðsdómur leggi ekki í að dæma þessi dæmalausu Myntkörfulán ólögleg og spurning um hvort Hæstiréttur leggi í það heldur.

Kannski verða þessi mál að fara fyrir alþjóðlega dómsstóla svo almenningur á Íslandi þurfi ekki að bera skaðann af því uppátæki íslensku bankanna að lána í einhverri myntkörfu, þar sem erlend mynt kom þó aldrei við sögu.

Spurning hvort Umboðsmaður Alþingis hefur gefið álit sitt í hliðstæðum málum?

Ef dómsstólar og baknar ætla að meðhöndla íslenskan almenning á þennan hátt, nú þá er ekkert annað fyrir fólk að gera en að kaupa sér farmiða úr landi, keyra út á flugvöll og skilja myntkörfulánaða farskjótana eftir þar og koma sér úr landi....

Far vel íslenskar lánastofnanir og dómsstólar.....!


mbl.is Gert að greiða myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er nú ekki í lagi að lesa dóminn áður en þú dæmir dómstóla: Í Dómnum segir m.a.

„Gengisþróun hefur orðið flestum Íslendingum undanfarið ákaflega óhagfeld.

Á þeirri þróun getur SP-fjármögnun hf. hins vegar ekki borið ábyrgð. Þá er ósannað að SP-fjármögnun hf. hafi með einhverjum hætti nýtt sér hugsanlega fákunnáttu lántakanda um gjaldeyrismál eða stuðlað að því að honum hafi hugsanlega verið gefnar rangar eða villandi upplýsingar um þau efni eða gengistryggingu leigugreiðslu. Ekki eru því efni til að víkja frá þeirri meginreglu íslensks samningsréttar að samningar séu skuldbindandi fyrir aðila þeirra."

Máli var nú að margir vöruðu fólk við þessum lánum. Og það er rétt í dómnum að SP fjármögnun olli ekki gengishruninu. En kunningjasamfélagið hér er svo þétt að allir voru að heyra sögur af fólki sem var að græða svo mikið á þessum gengistryggðu lánum að fólk lét freistast. Alveg eins og þegar fólk var að græða á bréfum í Decode. Og eins af hlutabréfakaupum.  Hvenær ætlar fólk að hætta að kenna öllum öðurmum um. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.12.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Heyr, heyr, nafni. Lágmark að lesa dóminn og hvað þá að væna dómstóla um að þjóna einhverjum eigin umbjóðendum? Passaðu þig, skugginn þinn er að elta þig!

Magnús V. Skúlason, 3.12.2009 kl. 15:48

3 Smámynd: Billi bilaði

Þið Magnúsar. Lesið blogg Marínós G. Njálssonar sem nú er komið við þessa frétt. Hættið svo þessu gaspri.

Billi bilaði, 3.12.2009 kl. 16:03

4 identicon

Magnús bankanum mátti þó vera kunnugt um það að lánveitingin hafi verið ólögleg samkvæmt lögum 38/2001.  En þar stendur það svart á hvítu að ólöglegt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.

Hingað til hafa mínir lánveitendur sem eiga eftir að stefna mér sömu leið og þessum dreng deilt við mig um það hvort að mitt lán sé veitt í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli.

Jafnframt stendur í frumvarpi til laga 38/2001 að þeir sem gerast brotlegir á þessum lögum eru sekta og skaðabótaskyldir.

Þið magnúsar viljið þá kannski að þjóðin fái öll að borga fyrir lögbrot örfárra stjórnarmanna í íslenskum bönkum ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 17:26

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er hreinlega rangt að SP Fjármögnun hafi ekkert haft með gengishrunið að gera.  Fyrirtækið er í eigu Landsbankans og það er bara útúrsnúningur að segja, að einhvert dótturfyrirtæki bankans sé ekki samsekt.

Marinó G. Njálsson, 3.12.2009 kl. 19:42

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vitanlega átti löggjafinn aldrei að leyfa bönkum og fjármálafyrirtækjum að lána lán til bíla og íbúðarkaupa með þessum hætti. Það átti að stoppa þessa vitleysu í fæðingu. Þeir sem höfðu réðu ekki við afborganir í íslenskum krónum gátu einfaldlega aldrei ráðið við skuldbingar lána til lengri tíma, sama hvaða gjaldmiðlabrögðum var beitt.

Ótrúlegt að nokkrum skyldi detta í hug að íslenskir bankamenn og fjárfestar stæðu kollegum sínum erlendum jafnfætis eða framar. En bankar og fjármálastofnanir voru með "fjármálaráðgjafa" á sínum snærum sem ginntu fólk óspart og fyrir þetta eiga viðkomandi ráðgjafar einfaldlega að gjalda, en ekki þeir einstaklingar sem vélaðir voru.

Stjórnendur og ráðgjafar banka og fjármálastofnana sem högðuðu sér með þessum hætti sætu allir á bak við lás og slá í öllum siðmenntuðum löndum. Við sem þjóð, og íslenskt réttarkerfi, eigum því miður langt í land með að ná þeim þroska að geta leyst úr þessum málum sjálf með okkar réttarkerfi, sem mun dæma saklaust fólk, en skúkarnir munu allir sleppa og svo verður ekki langt þar til byrja leikinn upp á nýtt við að féfletta almenning þessa lands. Og þeir eru hugsanlega þegar byrjaðir á því í krafti vogunarsjóða og komnir á kaf í bankarekstur aftur......

Ómar Bjarki Smárason, 3.12.2009 kl. 21:34

7 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Djöfulli rústuðuð þið Magnúsunum...

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.12.2009 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband