Fleiri atvinnulausir og fleiri starfslokasamningar!

Það þarf nú að ígrunda svona breytingar vel og sjá hvað þær í raun kosta og hvort sparnaður verður nokkur þegar upp er staðið.

Af hverju ekki að einbeita kröftunum að uppbyggingu frekar en niðurrifi...? Hver ætli verði mismunurinn á launum þeirra sem missa störfin og töpuðum sköttum að viðlögðum atvinnuleysisbótum....?


mbl.is Landið eitt skattumdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Já Ómar, og niðurskurðurinn fyrst á landsbyggðinni þar sem þenslan ver mest, eða hvað? 

Heldurðu að ríkisstjórnin þori að hreyfa við því sem mest hefur blásið út síðustu árin, þ.e. ráðuneytin?

Alli, 17.12.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað með bankana og þá sem eiga þar stórar fúlgur fjár sem stolið hefur verið frá aumum verkalýðsþrælum. Það er nefnilega þannig að peningar skapast með striti og vinnu. Peningar sem vaxa á tránum eru stolnir. Þannig virkar réttlætið hjá fólki með réttlætiskennd fyrir alla.

Þeir sem eiga meir en svo að allur þeirra starfs-aldur hefði ekki dugað með 12 tíma vinnu og striti til að skapa það sem þeir eru taldir eiga er að sjálfsögðu komið frá fátækum þrælum. Hvað finnst fólki um það? Hvar er virðingin og réttlætið sem þjóðin öll krefst?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Þú ert að minnast á eitthvað sem skynsamt fólk spáir í.  Til dæmis hefur Lilja Mósesdóttir ítrekað bent á þetta samhengi.

En hún á ekki marga sína líka á ríkisstjórnarheimilinu.

Og svo langar mig að taka undir með henni Önnu, "Hvar er virðingin og réttlætið sem þjóðin öll krefst?"

Er það ekki málið sem við öll þurfum að spyrja okkur?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2009 kl. 20:04

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sæl nafni. Þakka komment. Og þetta er mikið rétt hjá Önnu. Virðingin fyrir fólkinu í landi og réttlætið eru víðsfjarri, því miður.

Og það síðasta sem verið er að gera í atvinnumálum varðandi Gagnaverið gengur verulega á réttlætiskenndina einnig. Ef Björgólfi á að líðast það að arðræna þjóðina eina ferðina enn...

Ómar Bjarki Smárason, 21.12.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband