31.12.2009 | 12:27
Er forsetinn verðugur vörslumaður á innstæðureikningum þjóðarinnar?
Nú kemur væntanlega í ljós hvort forseti vor er verðugur vörslumaður á innstæðureikningum þjóðar sinnar eða hvort hann kýs að vera fulltrúi auðvisanna og gjaldþrota stjórnmála.
Í þessu samhengi öllu saman er fróðlegt að skoða hverjir styrktu einstaka stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á tímabilinu 2002 til 2007 og fyrir Alþingiskosningar 2007. Þar kemur fram að helstu styrktaraðilar flokkanna (að Vg undaskildum) voru einkum Kaupþing og Landsbanki auk nokkurra annarra fyrirtækja sem nú eru gjaldþrota. Því má e.t.v. segja að þeir stjórnmálamenn sem þáðu styrki frá þessum séu í raun fulltrúar fyrir gjaldþrota stjórnmál. Ekki verður þó séð að framlög Landsbankans til einstakra stjórnmálamanna endurspegli afstöðu þeirra til Icesave samningsins.
Nú þegar stórfyrirtæki eru ekki lengur í stakk búin til að styrkja stjórnmálaflokkana fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig kosningabaráttan veður fjármögnuð, en svo virðist að frambjóðendur fari nú þá leið að afla sér stuðningsmanna í gegnum Facebook. Þetta er vitanlega ódýr og kannski skilviss leið að vera þannig í beinu sambandi við sína umbjóðendur. En svo má spyrja hvort eigendur Facebook geti mögulega farið að verða óbeinir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum?
Forseti tekur sér frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslenski þrælinn stígur ekki í vitið, og það sama má nú segja um flesta kjósendur VG. Sá FL-okkur hefur aldrei gáfulegar lausnir fram að færa, í raun bara drasl. Samspillingin er svo bara stórhættulegur EB flokkur. Formaður VG talaði allt öðru vísi fyrir hrun, en snérist svo eins og VINDHANNI 360 gráður, í flest öllum málum, það er afrek út af fyrir sig. Þjóðin & alþingi hefur sýnt fram á vilja í sumar að við viljum greiða tengt Icesave þó okkur beri í raun ekki lagaleg skylda til þess, þá viljum við axla "pólitíska & siðferðislega ábyrgð á okkar glæpamönnum" - en SteinFREÐUR & Svavar sömdu svo illa af sér að hér verður "frostavetur næstu 20 árin með tilheyrandi fátæk" - svo kalla þessir aular sig "Norræna velferðastjórn" - klækastjórn hjá vinstri mönnum, það liggur við að maður æli, aulaskapur þessa liðs er ótrúlegur. Þráinn Bertelsson talaði um fyrir rúmu ári síðan að það væri aumingjarskapur hjá ríkisstjórninni að vera á hjánum fyrir nýlenduveldum UK & Hollendinga. Svo segir hann nú (á hnjánum) að lengra verði ekki komist. Þetta lið er óborganlegt og leiksýningar þær sem þeir setja upp á alþingi eru yfirleit til háborinnar skammar.
Óli grís kan "klækastjórnmál & lýðskrum" enda vinstri maður í húð & hár. Óli var UMBOÐSMAÐUR útrásarskúrkanna og það fer vel á því að maður með "skítlegt eðli" samþykki þessi (ó)lög, gegn 70% vilja þjóðarinnar, það er ekki gjá, bilið er of stórt til að vera gjá, í raun bara "himinn & haf milli þings & þjóðar" enda skilur ekki þjóðin þá ÖMURLEGU verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS í þessu skelfilega máli. Geta íslenskra stjórnmálamanna er til skammar, ef þetta lið væri að vinna fyrir einkafyrirtæki þá væri búið að reka það á staðnum. Óli grís á að SAMEINA þjóðina, en leppalúði er snillingur í að SUNDRA þjóðinni. Ég segi nú bara um okkar skítapakk - sorry - okkar stjórnmálamenn "helvítis fukking fukk".
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 31.12.2009 kl. 12:30
Það verður fróðlegt að fyljast með viðbrögðum, eða kannski frekar undanbrögðum forsetans í þessu máli. Þá kemur væntanlega í ljós hvort hann er í raun forseti fólksins eða leppur vinstri stjórnarinnar..... og kannski kemur hið raunverulega rétta eðli í ljós í þetta sinn...?
Ef forsetinn tekur mark á útskýringum einstakra þingmanna og gerist samviskugæslumaður þingsins, nú þá á hann ekki um annað að velja en að neita að undirrita þessi ólög og vísa málinu til þjóðarinnar. Hans er valið um það hvort hann vill kveðja forsetaembættið í þokkalegri sátt við þjóðina eða ekki... Hans er valið...
Ómar Bjarki Smárason, 31.12.2009 kl. 12:48
Ég mun ekki trúa því að óreyndu að forseti skrifi undir þetta dæmalausa rugl..
Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 13:06
Því miður, Óskar, held ég að forsetinn haldi tryggð við sitt bakland og skrifi undir. Og vinsældir hans á meðal þjóðarinnar munu slá öll lægðamet og haldast þar út kjörtímabilið..... En vonandi sér hann að sér, en baklandið mun þrýsta á, sannaðu til....
Ómar Bjarki Smárason, 31.12.2009 kl. 13:43
Eg bara vil ekki trúa því Ómar eða kanski ég vilji bara vera í afneitun á það. þar fer þá síðasta vonin að fólki vilji lýðræði á Íslandi. Hann gæti þó krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.
Er allt vit horfið úr Íslensku stjórnmálalífi?
Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 15:42
Við skulum bara athuga það, Óskar, hverjir það eru í raun sem stjórna landinu. Það eru ekki stjótnmálamennirnir. Þeir eru leppar. Leppar fjármagnseigenda. Þeirra sem styrkja þá til að komast á þing. Styrkja þá til þokkalegra launa og aðgangs eftirlaunum.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða gjaldþrota fyrirtæki fara í að styrkja stjótnmálamennina fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hvaða byggingafyrirtæki sem vilja byggja í Vatnsmýrinni styrkja t.d. flugvallaflutningssinnana Gísla Martein og Júlíus Vífil....? Við fáum væntanlega líka að sjá hvaða fyrirtæki Finnur Ingólfsson á þegar í ljós kemur hvaða fyrirtæki verða drýgst í stuðningi sínum við framsóknarkandidatana... Nú og auðvitað þarf að endurreisa Baug og afhenda fyrri eigendum svo Samfylkingin hafi efni á því að bjóða fram lista.... Og allt verður þetta í raun nú í boði Vg því Steingrímur er jú kominn í vinnu hjá Samfylkingunni, þó hann geri sér kannski ekki grein fyrir því sjálfur. Hann er eins og strengjabrúða í höndunum á Jóhönnu og Össuri. Og hann dansar svo vel að þau geta leyft honum að dansa sinn tangó sóló, eða því sem næst, því svo taktviss er hann og úthaldsgóur. Þau gætu ekki fundið eins góða dans-þræl í eigin flokki því hann er ekki til þar.....
Og dettur þér í hug að forsetinn ætli sér að ferða með almenningsvögnum út kjörtímabilið. Nei alls ekki. Hann þarf að hjálpa vinum sínum auðvisunum (föllnu útrásarvíkinunum) til að koma sér á fætur aftur svo umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll taki nú við sér að nýju.....
Það hefur ekkert breyst og stjórnmálamennirnir vilja engu breyta. Leikhúsið við Austurvöll er bara leikhús og sýndarveruleiki og leikritin eru sett á svið hvert af öðru til þess eins að plata saklausan almúgann, sem verður farinn að klappa fyrir þessu snillingum innan fáeinna vikna....
Heldurðu að það sé tilviljun að það er ekkert, SKO AKKÚRAT EKKERT, gert fyrir þá sem eru að tapa húseignum og öðrum eignum sínum vegna myntkörfulána á meðan fjármagnseigendur fá að halda öllu sínu.....? Það minnsta sem ríkisstjórnin gæti nú gert væri að gefa þessu fókin flugmiða og faraeyri þannig að það komist úr landi og geti kannski farið að vinna fyrir sé að nýju og komist í leiguhúsnæði og vonandi eigin húsnæði með tíð og tíma....
Við ættum kannski að stefna að því að koma okkur fyrir á notalegum stað sunnar lega í Noregi þar sem við byggjum upp nýjan Íslenskan bæ, sem fljótlega yrði á stærð við Bergen. Nye Island..... Kannski verður það fermingargjöfin í ár til þeirra fjöldkyldna sem nú standa í fermingarundirbúningi....? Við sendum hingað vinnuflokka til að viðhalda húsnæði sem við nýjum síðan til að komast "heim" til Gamla Íslands í júlímánuði, þegar veðrið er skaplegt..... Það verða kannski nægilega margir Vinstri grænir hér eftir til að taka á móti "gestum" því auðvitað verður Samfylkingin komin til Brussel eins og hún leggur sig svona til að sjá um hagsmuni verstöðvarinnar og ferðamannaparadísarinnar Gamla Íslands....!!!
Ómar Bjarki Smárason, 31.12.2009 kl. 16:39
Ég held að þetta sé miður rétt hjá þér Ómar. Það eru bara beinin eftir af þessu lýðræði og nú sitja þeir og naga það sem eftir er...
Gott nýtt ár..
Óskar Arnórsson, 31.12.2009 kl. 18:55
Það verður nú að færa þetta aðeins í stílinn til að reyna að hafa gaman af þessu, þó ekki sé nú annað.
Gleðilegt ár til þín Óskar og annarra sem kunna að kíkja hér við....
Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 00:26
Ég er nú orðin fullur núna svo ég veit ekki hver hefur gaman að hverju...
Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.