Bara nokkuð gott ávarp hjá forsetanum....

Ármótaávarp forsetans var nú bara nokkuð gott að þessu sinni. Reyndar léleg afsökun fyrir að sætta sig við atvinnuleysi hér á landi að það skuli vera verra annarsstaðar, eins og í Finnlandi og Svíþjóð, jafnvel þó í prósentum sé. Það er nefnilega engin ástæða til þess að hér sé yfirleitt nokkuð atvinnuleysi, ef haldið er rétt á málum.

Það er t.d. engin huggun fyrir því að ástand í  byggingariðnaði hér á landi sé slæm að það skuli vera fleiri kyrrstæðir byggingakranar í Dubai.....

En forsetinn hefur lög að mæla með það að það er þörf á breytingum og hugsun í stjórnkerfinu. Skipun dómara, sýslumanna o.fl. embættismanna þarf að vera á faglegum nótum, en ekki pólitískum. Sama á við um samninganefndir sem fara með samninga við erlend ríki. Þær þurfa alla vega að vera þverpólitískar og það sem kannski er mikilvægast - þær þurfa að vera skipaðar hæfu fólki sem nýtur trausts þjóðarinnar.


Í framhaldi af hugleiðingum forsetans um Rannsóknarnefnd Alþingis er kannski rétt að velta fyrir sér hvort ekki þurfi að lengja þann tíma sem ábyrgð ráðherra gildir. Það gengur ekki að meiriháttar afglöp ráðherra og ríkisstjórna fyrnist á það stuttum tíma að hún sé í raun fyrnd þegar niðurstöður rannsókna liggur loks fyrir. Þetta kemur t.d. til með að gerast varðandi rannsókn hrunsins, ef ráðherraábyrgðin er aðeins 3 ár en rannsóknin gæti tekið 5 ár. Það er náttúrulega ekki glóra í slíku.

En forsetinn fær 8,5 fyrir áramóaávarpið og meðaleinkunnin gæti hækkað við afgreiðslu Ices(l)ave.....!


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Ómar. Hvers vegna ræðir hann ekkert það mál sem er núna efst á baugi og klýfur þjóðina?

Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2010 kl. 14:19

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sæl Þorsteinn. Það er spurning hvort hann gaf ekki í skyn hvað hann væri að hugsa í því máli, en hann hafði ekki haft mikinn tíma til að hugsa það mál og hann verður að taka vel ígrundaða afstöðu í því máli og vanda sig vel. Þetta er e.t.v. erfiðasta úrlausnarefni sem hann hefur nokkurn tíma fengið til úrlausnar. Þó að við viljum kannski að hann neiti að samþykkja frumvarpið þá þarf hann að ígrunda málið vel. Það er annað fyrir okkur að skrifa undir áskorun eða fyrir forsetann að fara að okkar óskum. Hann þarf að lifa með því sem hann gerir og reyndar þjóðin líka... En gefum honum tíma...

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 14:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Forsetinn vék einmitt að því máli með því að tala um að hornsteinn lýðræðisins væri að þjóðarviljinn næði fram að ganga og eins það sem hann sagði um forsetaembættið

Sigurður Þórðarson, 1.1.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Við bíðum spenntir eftir því hverja sýn hann hefur á þjóðarviljanum....

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 15:40

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þessum forseta sem nú situr leiðist það ekkert sérstaklega að allra augu beinast að honum næstu daga.

Hann vill örugglega ekki verða þess valdur að sprengja vinstri stjórn svo óttist eigi.  Mun án efa skrifa undir.   Sáði hinsvegar viskufræjum í ávarpinu þess efnis "þjóðarviljinn" skipti máli í viðleitni til að vera sjálfum sér samkvæmur útfrá fyrri gjörðum í starfi.  Svo týnir hann saman uppskrúfuð og gáfuleg rök fyrir ákvörðun sinni.

P.Valdimar Guðjónsson, 1.1.2010 kl. 16:45

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það getur nú alveg verið, Valdimar, og þjóðin mun klóra sér í höfuðið lengi á eftir og hugsa "hvers vegna" og "af hverju"... en svona er lífið og stjórnmálin stundum....

Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband