1.1.2010 | 16:08
Undarleg afstaða svínbeygðra þingmanna...
Það er nú svolítið undarleg afstaða kjörinna pólitískra fulltrúa að velta ábyrgð af störfum sínum á forsetaembættið og ætlast til að forsetinn leysi úr erfiðum málum sem þau ekki þora að greiða atkvæði samkvæmt skoðunum sínum vegna ægivalds flokksagans.... Þetta er dapurt og sýnir í raun á hvaða villigötum lýðræðið er....
Það er sorglegt að sjá unga og efnilega þingmenn svípbeygða með þessum hætti og hlýtur að draga úr þeim viljann fyrir því að sækjast eftir þingmennsku að nýju við næstu kosningar. Það má kannski líkja þessu við heimilisofbeldi. Kannski þurfum "athvarf" fyris svínbeygða þingmenn....?
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
- andrigeir
- ansigu
- arnorbld
- agbjarn
- arnith2
- arogsid
- thjodarsalin
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- kaffi
- bjarnihardar
- zippo
- gudmundsson
- bjorn-geir
- brahim
- baenamaer
- daxarinn
- doggpals
- socialcredit
- gustichef
- elinora
- erljon
- estheranna
- fannarh
- fhg
- gardar
- gudni-is
- gudbjorng
- klossi
- mosi
- bofs
- gmaria
- halldorjonsson
- handboltafregnir
- hallibjarna
- vulkan
- heidistrand
- hlf
- hildurhelgas
- hjorleifurg
- minos
- ingagm
- kreppan
- naflaskodun
- johannvegas
- tankur
- jonatlikristjansson
- jon-bragi
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- bassinn
- prakkarinn
- juliusvalsson
- askja
- ksh
- kolbrunerin
- kristinnp
- kristjan9
- larahanna
- lindagisla
- altice
- maggib
- elvira
- marinogn
- nilli
- sumri
- olafurjonsson
- omarragnarsson
- huldumenn
- pallru
- pallvil
- valdimarg
- ridartfalls
- undirborginni
- nafar
- einherji
- sjonsson
- sigurjonth
- 1301493169
- snorrithor
- trj
- tryggvigunnarhansen
- valayates
- tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er refskák stjórnmálanna. Aðrir eins leikir hafa verið leiknir. Að samþykkja Icesave í þinginu er gott útspil fyrir útlandið, og þá eru þeir ekki lengur ábyrgir gagnvart kröfum Breta og Hollendinga. Forsetanum verður kennt um alltsaman í útlandinu og íslendingar hæstánægðir með niðurstöðunna og ánægðir með forsetan sinn.
Athvarf og Þingmannameðferð, er alls ekki svo vitlaust. Sumir þeirra eru líka að hressa sálina stundum á mjög hættulegan máta og það getur skert dómgreind þeirra...
Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 19:29
Það læðist að manni sá grunur að þú sért ekki beint á móti Icesave, heldur er hatur þitt gegn ESB svo mikið, að það réttlæti þann skaða sem það kann að kosta okkur Íslendinga að hafna Icesave?
Valsól (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 20:43
Þig má gruna hvað þú vilt, Valsól.... En líf mitt og skoðanir stjórnast hvorki á hatri fyrir einu eða neinu....
Hafðu sem gleðilegast árið!
Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2010 kl. 20:49
Ég bý í ESB landi, flutti hingað í Svíþjóð 1988 þegar áróðursmeistarar Carls Bilds voru á fullu. Ég hef séð þetta þróast og á þeim tíma vissi ég jafnlítið um ESB og flestir íslendingar í dag.
Hér í Svíþjóð, og í Danmörku þar sem ég þekki ágætlega til, er sama þróun. Hér þurfti allt að hrinja líka til að eini möguleikin sem eftir var í stöðunni, var að bjarga landinnu inn í ESB.
Ég er á móti ESB vegna þess að ég lifi á hverju degi í ESB kerfi. Ég var ekkert á móti ESB í byrjun. Ég er bara með reynslu af þessu gegnum aðra, lestur á netinu og í fjölmiðlum.
Þekkir þú ESB yfirlett eitthvað Valsól? Ef Ísland er þvingað til að greiða reikning með hótunum um að þeir fái ekki inngöngu í ESB í staðin, þá er þetta bara farsi sem á sér enga hliðstæðu.
Annars var ég að fá mail um að ég væri á lista einhversstaðar sem mælti með að taka á sig Icesave klyfjarnar. Að sjálfsögðu ekta íslenskur listi sem er þá tóm þvæla líka. Alla vega hef ég aldrei stutt Icesave og mun aldrei gera.
það verður engin fyrir skaða á Íslandi við að hafna Icesaveskuldinni. Þeir sem skaðast verða að sjálfsögðu þeir sem áttu innistæður. Og það er ekkert vit í að fórna íslendingum á þann hátt sem verður gert ef þetta verður samþykkt.
Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.