But I wonder how an issue can be "considerated"....?

Undir lok bréfs Indriða er ein dæmalaus setning sem fær mann til að velta því fyrir sér hvort samninganefndin skildi nokkurn tíma hvað hún var yfirleitt að gera eða semja um: "I hope you will be able to considerate the issue."

 Er nokkuð skrítið að það skuli vera gert grín að okkur við samningaborðið....? Og líklega var Indriði H. sá snjallasti sem sat við það borð fyrir okkar hönd.....!


mbl.is „Eðlileg samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

And in the end, there must be a way to explain a loan to the Icelandic population

....og hvaða leið ætli AGS hafi ætlað ríkisstjórninni að fara í að útskýra lánið Icesave lánið fyrir fávísri íslenskri þjóð...?

Einkar áhugavert (sbr. Fréttaaukann fyrr í kvöld) í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist vera búin að aðstoða fjárglæframenn við að koma úr landi álíka upphæðum í gjaldeyri og hefði þurft til að greiða upp Icesave... Hefði nú ekki verið skárra að staðgreiða þetta, úr því að peningarnir voru til fyrir suma, frekar en að borga af þessu afborganir og vexti næstu áratugina....?

Það verður fróðlegt að sjá hvaða "vinavæðing" núverandi ríksstjórn telur heppilegasta fyrir þjóðina... Það kemur væntanlega í ljós fljóglega hverjir það eru sem eru að eignast bankana aftur og hvernig Hagar voru endurfjármagnaðir.... Kannski verður okkur talin trú um að betra sé að "góðu bófarnir" eignist þetta frekar en einhverjir útlendingar sem hugsanlega kom inn með raunverulega peninga, sem hefur verið stolið einhversstaðar annarsstaðar en af íslenskum almenningi....


mbl.is Icesave-póstar á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr meirihluti - eftir Fréttaaukann á RÚV í kvöld hlýtur Jóhanna Sigurðuardóttir að íhuga að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt

Ekki datt mér annað í hug að þegar ég las fyrstu orðin í þessari fyrirsögn, en að það væri verið að boða nýjan stjórnarmeirihluta í landsstjórninni, en svo sá ég að þarna var átt við Grindavík, en vandamálin þar eru náttúrlega bara hjóm eitt miðað við hvað þjóðin þarf að líða fyrir vegna aðgerðarleysis núverandi ríkisstjórnar. Hún leyfir útflutning á gjaldeyri til Evrópu, kannski vegna þess að hún lítur svo á að Ísland sé nú þegar orðið hluti af ESB, svo það skiptir kannski ekki máli hvar gjaldeyririnn okkar liggur, í Brussel eða Reykjavík. Skítt með gengi krónunnar. Hún var ónýt hvort eð er, eða hugsa þau virkilega þannig á þessu svokallaða stjórnarheimili...?

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur að mínu mati klúðrað umboði sínu til að stjórna landinu, ef upplýsingar úr Fréttaauka RÚV eru á rökum reistar. Hver var meiningin með Gjaldeyrishöftunum eiginlega og var regluverkið bara sniðið að því að vernda hákarlana og níðast á lítilmagnanum? Ég spurði reyndar þessarar spurningar á þessu bloggi, þegar gjaldeyrishöftin voru sett á.

Ríkisvald sem leyfir að heilu milljarðarnir séu fluttir úr landi á meðan verið er að eltast við að hindra að ferðamenn og þeir, sem þurfa á minniháttar tilflutningi á fé að halda, á að fara frá hið fyrsta. Þetta er litlu skárra en að aðstoða þjófa við bankarán.... eða arðrán þjóðar og setur ríkisstjórnina á stall með ýmsum einræðisherrum og gerir lítið úr þeirri gagnrýni sem forystumenn þessarar ríkissjtórnar hafa sett fram á fyrirrennara sína sem þau telja að hafi valdið Hruni I....

Og svo hlýtur mann að gruna að þeir hinir sömu og stóðu í því að flytja gjaldeyri úr landi með þessum hætti og koma inn með gróða í íslenskum krónum, séu þeir sömu sem áttu bankana og matvöruverslanirnar... Og nú eru þeir að byrja leikinn á ný. 

Það hefur væntalega verið létt verk fyrir eigendur Haga að fjármagna og endurreisa eign sína í verslununum á ný með aðstoð Samfylkingar og Vinstri grænna....

Ef þetta er virkilega að gerast, þá þarf nú að fara að rannsaka fleira en aðdraganda Hruns númer eitt.... Aðdragandi Nýja Íslands virðist ekki ætla að vera mikð heiðarlegri, eða hvað...? Og þessi ríkisstjórn stefnir að því með aðgerðarleysi sínu að tryggja að við stefnum hraðbyri inn í Hrun II.

ÞJÓÐIN HEFUR VERIÐ ARÐRÆND ENN Á NÝ MEÐ AÐSTOÐ FÉLAGSHYGGJURÍKISSTJÓRNAR JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR! HVER ÁTTI VON Á ÞVÍ EFTIR ÖLL STÓRU ORÐIN OG ALLAR FYRRI YFIRLÝSINGAR...???


mbl.is Nýr meirihluti í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Do you want to go to more school"....?

Áhugaverður þáttur á RÚV þar sem Elín Hirst heimsótti Indland. En hvað ætli indversku krakkarnir hafi haldið um spurninguna "do you want to go to more school".... Kannski hugsuðu þau að hún þyrfti nú kannski á lengri skólagöngu að halda þessi..... Alla vega ætti hún að fara í upprifjun hjá enskukennaranum sínum, í hvaða skóla sem það nú var....!

Héraðsdómur ver sína umbjóðendur - vart við öðru að búast!

Það má svo sem búast við því að Héraðsdómur leggi ekki í að dæma þessi dæmalausu Myntkörfulán ólögleg og spurning um hvort Hæstiréttur leggi í það heldur.

Kannski verða þessi mál að fara fyrir alþjóðlega dómsstóla svo almenningur á Íslandi þurfi ekki að bera skaðann af því uppátæki íslensku bankanna að lána í einhverri myntkörfu, þar sem erlend mynt kom þó aldrei við sögu.

Spurning hvort Umboðsmaður Alþingis hefur gefið álit sitt í hliðstæðum málum?

Ef dómsstólar og baknar ætla að meðhöndla íslenskan almenning á þennan hátt, nú þá er ekkert annað fyrir fólk að gera en að kaupa sér farmiða úr landi, keyra út á flugvöll og skilja myntkörfulánaða farskjótana eftir þar og koma sér úr landi....

Far vel íslenskar lánastofnanir og dómsstólar.....!


mbl.is Gert að greiða myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfútfylltur tékki með undirskrift en án upphæðar - Nú fer að koma að því að "Hin leiðin", sem einhvern tíma var nefnd svo er orðin rétta leiðin...

Er virkilega hægt að ætlast til þess að Alþingi og alþingismenn samþykki lög um eitthvað sem þeir ekki þekkja og fá ekki að vita hvernig er í pottinn búið....?

Ég hélt að ríkisstjórnin starfaði í landinu í umboði Alþingis en ekki Alþingi í umboði ríkisstjórnarinnar.

Það er verið að snúa þessu á haus. Alla vega er kosið til Alþingis en ekki ríkisstjórnar og meðan svo er verður ríkisstjórnin að gera sér það að góðu að starfa undir leiðsögn Alþingis og fara að vilja þess.

Það er því eðlilegra að Alþingi nauðbeygi ríkisstjórnina til að fara að sínum vilja, fremur en að ríkisstjórnin geri það eins og allt of algengt hefur verið að sjá.

Og svo á þjóðin í raun síðasta orðið, þegar á þarf að halda.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn og Hagar fylgja kannski með í kaupaukabæti...?

Fróðlegt að vita hvað fylgir með í þeirri yfirtöku....? Kvótinn, Hagar, Heiðmar, Sigurður og kannski Finnur líka....?
mbl.is Kröfuhafar eignast Arion
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða kylfu....

Spurning hvaða kylfa frúin hefur notað í þessu tilviki....? Skiptir kannski ekki öllu, en það er nokkuð ljóst að hún sló í gegn....!
mbl.is Woods flúði reiða eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmislegt viðgengst í nafni "trúar".....

Það er ýmislegt sem viðgengst í nafni trúarinnar, því miður. Þegar farið er að berja fólk til að síkka pils, berja úr því kynhneigð, þá eru trúarbrögðin nú heldur betur á villigötum, hvaða nafni sem þau nefnast.

Þetta er misbeiting valds og trúarbragða þar sem illvirkjar og ofstækismenn sækjast eftir völdum til að geta stundað níðingsverk sín. Þarna er stundum stigsmunur, en ekki eðlis.....


mbl.is Táningsstúlka húðstrýkt opinberlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegur...

Er hann ekki álíka löglegur til setu í stjórn bankans og sá norski var til að vera seðlabankastjóri....?

En það er áhugavert í sjálfu sér að Framsóknarmenn telja sjálfa sig svo vanhæfa til starfa í þessu landi að þeir geta ekki einu sinni tilnefnt mann úr eigin röðum til setu í stjórn Seðlabankans. Hvernig ætla þeir að skipa í ráðherralið, komist þeir einhvern tíma í þá aðstöðu að þurfa að skipa menn í ríkisstjórn.

Þeir eiga jú einhverja fyrri bankastjóra með mikla reynslu af bankamálum og suma sem meira að segja hafa verið duglegir að skara eld að eigin köku í viðskiptaheiminum..... En það að þeir treysta þeim ekki til setu í bankaráði Seðlabankans segir kannski meira en nokkur orð.....?


mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband