Færsluflokkur: Bloggar
21.6.2009 | 20:45
Geta allir alltaf grætt - og ríkið líka?
Í sjónvarpsfréttunum í kvöld var verið að segja frá öllum lækkununum sem myndu verða ef við gengjum í ESB þó reyndar hefði sumt nú þegar lækkað og svo myndi reynar leggjast 4% á súrálið frá Ástralíu og sykur og fleiri vörur frá löndum utan ESB myndu víst hækka eitthvað í verði líka.
Ef ég hef nú skilið evrópusinna rétt þá eigum við að ganga í ESB fyrst og fremst til þess að lækka neysluverð og vexti, hinum almenna neytanda til hagsbóta. En nú vantar peninga í ríkissjóð og til að fá meira fé í kassann þá er verið að auka skattálögur á landsmenn í formi alls kyns skatta. Verða þessir skattar þá óþarfir þegar og ef við göngum inn í ESB eða þarf ríkið svona miklu minni pening af því að evrópu sinnum líður svo miklu miklu betur....? Ég fæ þetta engan vegin til að ganga upp, enda ekki hagfræðingur, bara með gamalt fyrri áfangapróf úr gamla Bankaskólanum, þar sem ég hafði sem betur fer vit á því að staldra ekki lengi við sem bankastarfsmaður á sínum tíma!
Nú svo hélt ég að það kostaði eitthvað að ganga í og vera í ESB. Kannski fáum við afslátt af því líkt og Icesave....eða hvað...?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2009 | 17:16
Auðvisar
Sendi orðabók háskólans áðan tillögu að nýju orði fyrir íslensku auðmennina, nefnilega AUÐVISAR!
Lýsir nokkurt orð þeim betur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2009 | 12:45
Ekki friða stórlaxana!
![]() |
Niðurfellingum á skuldum stjórnenda verður vísað til FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 22:49
Hinn hreini tónn Jóhönnu Guðrúnar!
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 10:35
Á hverja er verið að setja þessi höft?
Þau eru skrýtin þessi gjarldyrishöft, sem virðast einkum sett á venjulegt fólk sem þarf að hafa eðlileg samskipti erlendis. Á meðan virðast braskarar komast úr landi með heilu skjalatöskurnar af Evrum og væntanlega öðrum gjaldeyri líka og skipta þeim svo í erlendum bönkum og fá um 260 kr fyrir Evruna. Svartamarkaðsgengið hér innanlands virðist svo vera a.m.k. um 200 kr fyrir hverja Evru á meðan skráð gengi er í kringum 170 kr.
Þarna er augljóslega verið að taka stöðu gegn krónunni og yfirvöld hlóta að hafa einhver ráð til að sporna við því. Erlendu bankarnir sem standa í þessu geta tæplega talist stunda lögleg viðskipti, alla vega eru þau siðlaus.
Í Ástralíu er spurt hvort maður sé með meira en AU$10.000 þegar maður yfirgefur landið, í dollurum eða öðrum gjaldmiðli, en þetta erum um 1 milljón króna. Það hljóta að vera einhverjar reglur um þetta hér.
![]() |
Þaulsetin gjaldeyrishöft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 03:09
Jarðhiti í Skaftafelli í Öræfum
Jarðborinn Ýmir, sem er í eigu Jarðborana hf, kom niður á 51,3°C heita vatnsæð í 299 m í holu ASK-93 í Skaftafelli þann 9. mars s.l. Önnur æð, en minni, var skorin í 200 m og var sú 43,6°C. Í lok borunar runnu upp úr holunni um 5 l/s af 47,5°C heitu vatni.
Vitað hefur verið um jarðhita í Skaftafelli síðan árið 1992, þegar fyrst var leitað þar að jarðhita. Efnahiti vatns úr holu sem þá var boruð benti til a.m.k. 60 - 65°C hita. Síðan hafa verið boraðar nokkrar holur til víðbótar og í ljós hefur komið að jarðhitasvæðið er stórt að flatarmáli og því talið hugsanlegt að þarna sé bæði mikið og e.t.v. einnig nokkuð heitt vatnskerfi, a.m.k. 80°C og hugsanlega talsvert heitara. Þetta þarf að sannreyna með fleiri holum og dýpri. Fyrsta skrefið í því gæti verið að dýpka holu ASK-93 í 400-600 m.
Verk þetta var unnið fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð og styrkt af Orkusjóði, enda hluti af jarðhitaleit á köldum svæðum en auk þess fékkst sérstakt framlag vegna skerðingar á þorskkvóta. Umsjón með verkinu hafði Jarðfræðistofan Stapi skv. samningi við Sveitarfélagið Hornafjörð. Verkefnið er í raun hluti af fleiri verkefnum sem miða að því að hitaveituvæða allt Austurland á næstu árum. Nú þegar er komin hitaveita á Eskifirði og fundist hafa vísbendingar um nýtanleg jarðhitakerfi við flesta þéttbýlisstaði á Austurlandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2009 | 22:17
Myntkörfulán - hver fann upp á þeim?
Það væri gaman að vita hver það var sem fann upp þessi svokölluðu myntkörfulán eða lán í erlendum gjaldeyri til íbúða- og bílakaupa. Eftir því sem mér skilst þá var aldrei nein erlend mynt að baki þessum lánum heldur var þetta bara einhver reiknisleg stærð sem er að setja fjölda einstaklinga á hausinn. Það þarf að setja lög sem breyta þessum lánum yfir í annan reiknisgrunn þannig að þeir sem bankarnir plötuðu út í slíkar lántökur verði ekki settir í gjaldþrot af völdum léglegrar bankaráðgjafar. Það hlýtur að vera auðvelt að laga þetta ekki síður en þær skuldbindingar sem sjávarútvegsfyrirtæki voru með í gjaldeyrismálum, sem þó voru gerðir í frjálsum samningum á milli þeirra og bankana.
Þeir stjórnmálaflokkar sem sitja við stjórn nú ættu að huga alvarlega að þessu ef þeir vilja ekki þurrkast út í næstu kosningum og það kemur að því að það verður kosið og varla fara þeir, sem stjórnvöld hafa sett á hausinn að óskekju, að kjósa yfir sig sömu hörmungarnar aftur. Innganga í ESB eða upptaka Evru breytir ekki skuldastöðu þeirra sem settir verða í þrot með þessum hætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2008 | 17:02
Out of oil - into hot water: Lord Ron Oxburgh flutti fyrirlestur á vegum Breiðdalsseturs 28. ágúst 2008
Fimmtudaginn 28. ágúst s.l. flutti Lord Ron Oxburgh áhugaverðan fyrirlestur á vegum nýstofnaðs Jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík. Fyrirlesturinn nefndi hann: "Out of oil - into hot water".
Fyrirlesturinn var haldinn í framhaldi af opnun Jarðfræðiseturs í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík, sem stofnað var til minningar um breska jarðfræðinginn dr. George Patrick Leonard Walker, sem vann mikið brautryðjendastarf í jarðfræðirannsóknum á Austurlandi á árunum 1955 - 1965 ásamt stúdentum sínum. Jarðfræðisetrið var formlega opnað af Lord Ron Oxburgh þann 23. ágúst s.l. að viðstöddu fjölmenni.
Í fyrirlestri sínum á Grand Hótel í Reykjavík fór Lord Ron Oxburgh yfir möguleikana sem við eigum þegar olíuna þrýtur og nefndi m.a. möguleika á því að vinna fljótandi eldsneyti úr sorpi, og þá ekki bara því sorpi sem til fellur í dag, heldur gætu gamlir aðgengilegir sorphaugar orðið verðmætir í þeim tilgangi í framtíðinni. Morgunblaðið birti viðtal við Lord Oxburgh á síðu 20 laugardaginn undir fyrirsögninni "Dagar ódýrrar orku að baki" og hér að neðan er krækja í það viðtal fyrir þá sem áhuga hafa á því.
Bloggar | Breytt 9.9.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 16:02
Opnun Jarðfræðiseturs: Í fótspor dr. Walkers á Breiðdalsvík
Dagskrá opnunar Jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík
laugardaginn 23. ágúst 2008 kl. 13:30 - 18:00
í Gamla Kaupfélaginu
13:30 Opnunarhátíð
13:30 Tónlistaratriði (undir stjórn Arons Axel Cortes).
14:00 Páll Baldursson, sveitarstjóri, býður fólk velkomið og kynnir fundarstjóra Sverrir Hauk Gunnlaugsson.
14:10 Afhending gagna dr. Walkers. Hazel og Alison Walker afhenda Ómari Bjarka (f.h. setursins) gögn dr. Walkers.
14:30 Hjörleifur Guttormsson: Hugleiðing um hlutverk Jarðfræðisetursins á landsvísu.
Arnbjörg Sveinsdóttir, Þingmaður NA-kjördæmis flytur stutt ávarp.
Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri flytur stutt ávarp.
14:50 Opnun Jarðfræðiseturs: Lord Ron Oxburgh flytur stutt ávarp.
15:00 Kaffi og léttar veitingar (tónlistaratriði).
16:00 Málþing
16.00 Ian L. Gibson rifjar upp árin með dr. Walker á Austurlandi.
16:40 Steve Sparks segir frá rannsóknum dr. Walkers eftir að Austurlandrannsóknum lauk.
17.00 Leó Kristjánsson segir frá samstarfi og sambandi dr. Walkers við íslenska jarðvísindamenn
17:20 Hjörleifur Guttormsson minnist verka dr. Walkers og áhrif á þeirra á rannsóknir á Austurlandi.
18:00 Málþingi slitið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 00:14
Jarðfræðisetur á Breiðdalsvík - frétt á mbl.is
Jarðfræðisetur stofnað á Breiðdalsvík
Í undirbúningi er stofnun jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík í nafni hins þekkta breskra jarðfræðings George Walker sem lagði grunninn að kortlagningu jarðlaga á Austurlandi fyrir um 50 árum. Setrið verður opnað þann 23. ágúst næstkomandi.
Af því tilefni efndi sendiherra Íslands í London til sérstaks hádegisverðarfundar mánudaginn 19. maí þar sem fræðasetrið var kynnt, drög voru lögð að aðkomu breskra aðila, meðal annars nokkurra háskóla, að þessari stofnun og skipst var á skoðunum um útfærslur á hlutverki setursins, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti menntamálaráðuneytisins.
Forvígismaður verkefnisins er Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur. Meðal annarra gesta voru Lord Ron Oxburgh, einn þekktasti jarðvísindamaður Bretlands, Alison Walker, dóttir George Walkers, forsvarsmenn fræðasetursins, sveitastjóri Breiðdalshrepps auk breskra og íslenskra prófessora í jarðfræði.
Til stendur að setrið taki á móti innlendum sem erlendum nemendum á framhalds- og háskólastigi og veiti aðstöðu til rannsóknarstarfa sem byggja á þeim grunni sem George Walker lagði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ómar Bjarki Smárason
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
andrigeir
-
ansigu
-
arnorbld
-
agbjarn
-
arnith2
-
arogsid
-
thjodarsalin
-
baldurkr
-
baldvinj
-
benediktae
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
zippo
-
gudmundsson
-
bjorn-geir
-
brahim
-
baenamaer
-
daxarinn
-
doggpals
-
socialcredit
-
gustichef
-
elinora
-
erljon
-
estheranna
-
fannarh
-
fhg
-
gardar
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
klossi
-
mosi
-
bofs
-
gmaria
-
halldorjonsson
-
handboltafregnir
-
hallibjarna
-
vulkan
-
heidistrand
-
hlf
-
hildurhelgas
-
hjorleifurg
-
minos
-
ingagm
-
kreppan
-
naflaskodun
-
johannvegas
-
tankur
-
jonatlikristjansson
-
jon-bragi
-
jonsullenberger
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
askja
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinnp
-
kristjan9
-
larahanna
-
lindagisla
-
altice
-
maggib
-
elvira
-
marinogn
-
nilli
-
sumri
-
olafurjonsson
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
pallru
-
pallvil
-
valdimarg
-
ridartfalls
-
undirborginni
-
nafar
-
einherji
-
sjonsson
-
sigurjonth
-
1301493169
-
snorrithor
-
trj
-
tryggvigunnarhansen
-
valayates
-
tp
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar