Geta allir alltaf grætt - og ríkið líka?

Í sjónvarpsfréttunum í kvöld var verið að segja frá öllum lækkununum sem myndu verða ef við gengjum í ESB þó reyndar hefði sumt nú þegar lækkað og svo myndi reynar leggjast 4% á súrálið frá Ástralíu og sykur og fleiri vörur frá löndum utan ESB myndu víst hækka eitthvað í verði líka.

Ef ég hef nú skilið evrópusinna rétt þá eigum við að ganga í ESB fyrst og fremst til þess að lækka neysluverð og vexti, hinum almenna neytanda til hagsbóta.  En nú vantar peninga í ríkissjóð og til að fá meira fé í kassann þá er verið að auka skattálögur á landsmenn í formi alls kyns skatta.  Verða þessir skattar þá óþarfir þegar og ef við göngum inn í ESB eða þarf ríkið svona miklu minni pening af því að evrópu sinnum líður svo miklu miklu betur....?  Ég fæ þetta engan vegin til að ganga upp, enda ekki hagfræðingur, bara með gamalt fyrri áfangapróf úr gamla Bankaskólanum, þar sem ég hafði sem betur fer vit á því að staldra ekki lengi við sem bankastarfsmaður á sínum tíma!

Nú svo hélt ég að það kostaði eitthvað að ganga í og vera í ESB.  Kannski fáum við afslátt af því líkt og Icesave....eða hvað...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég held reyndar frændi að við getum ekki verið verr sett á skerinu með aðild að ESB. Hvort er betra að láta misvitra eða misvitlausa valsa með skattpeninga okkar til vina og kunningja (það er gott að búa í Kópavogi er smádæmi) eða að við förum inn í heildarmyndina. Við erum hvort sem er búin að skrifa undir 90% af tilskipunum ESB, sumar þeirra eru arfavitlausar eins og að drengir megi ekki lyfta meiru en 12 og hálfu kílói fyrr en þeir verða 18 ára. Áburðarpolar og sementspokar voru minnkaðir niður í 40 kíló úr 50 kílóum og það telst barnaþrælkun að krakkar vinni venjulega vinnu undir 18 ára alsri. Hins vegar held ég að það besta sem gæti komið fyrir íslenskan landbúnað væri að ganga í ESB. Svo losna svo helvíti margar jarðir núna þegar hálfbyggðar sumarhallir um allar sveitir komast í eigu ríkisins. Við núverandi kerfi getur ungt fólk hvorki hafið landbúnað né sjávarútveg. Með ESB aðild er það auðveldara. Kveðja af Skagnum og láttu heyra frá þér ef þú ert á ferðinni hér.

Haraldur Bjarnason, 22.6.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka þetta.  Og ég er sammála þér með áburðarpokana.  Ég held að maður hafi bara haft gott af því að slást við þá löngu fyrir 18 ára aldurinn.  Og svo var nú stundum verið að bisa við að taka fleiri en einn poka af sementi í einu af bílpalli og færa í stæðu.... Mér hugnast heimboð á Skagann betur en innganga í ESB....!

Ómar Bjarki Smárason, 23.6.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er rétt hjá þér, Kristinn, að siglingaleiðin er óljós og staðsetning okkar í veröldinni mikil.  Það væri gaman að sjá samanburð á innkaupakörfunni hjá okkur núna og í öðrum löndum Evrópu.

Mér sýnist að umsókn okkar of hugsanlegar aðildarviðræður okkar við ESB séu svona álíka viturlegar og að reyna að setja íslandsmet í 100 m hlaupi með buxurnar á hælunum! Hvaða mark verður tekið á okkur í því ástandi sem við erum núna?  ESB er að slíta viðræðum við Króatíu núna út að landamæradeilum þeirra við nágranna sína.  Þeir verða örugglega fljótir að slíta viðræðum við okkur þegar þeir fara að skyggnast í kjötkatlana, nema við séum tilbúin að leggjast alveg flöt..... eða það held ég.

Ómar Bjarki Smárason, 24.6.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 73482

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband