Ekki mjög klókt hjá Lilju....

Ég vil nú setja stórt spurningamerki við þetta val Liljum Mósesdóttur af þeirri einföldu sögulegu ástæðu að það er ekki mjög kært á milli Þjóðverja og Breta svona í ljósi sögunnar.

Ég hef aðeins einu sinni orðið fyrir aðkasti í Bretlandi og það var vegna þess að fullorðinn maður hélt að hreimur minn væri Evrópskur og taldi mig vera Þjóðverja.... Svolítið undarleg upplifun þannig að ég leyfi mér að efast um að þetta sé klók tillaga hjá Lilju.

Miklu nær að fá Frakka og Norðmenn til að liðsinna okkur. Og vitanlega Evu Joly og svo hefur Helgi Ágsústsson verið nefndur og síðan má skoða hvort fyrrum sendiherrar okkar í London, þeir Sverrir Haukur Guðlaugsson og Einar Benediktsson gætu ekki verið góðir liðsmenn samninganefndar studdir af harðsnúnum Kanadískum eða Áströlskum lögfræðingum..... Þessar tvær síðasnefndu þjóðir hafa lengi eldað grátt silfur við Breta og hafa því langa reynslu af samningastappi við fyrrum Nýlenduherra sína...


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þetta er  bara bull hjá Lilju!!!

Árni Björn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Við erum búin að reyna að senda þýskmenntaða til fundar við Breta og þeir náðu ekki viðunandi árangri, kannski af þeirri ástæðu sem ég greindi frá hér að ofan. Það grær nú ekki um heilt á milli þjóða sem hafa farið jafn illa með hvor aðra í stríði og Bretar og Þjóðverjar, þannig að það er ástæðulaust fyrir okkur að vara að etja þeim saman við samningaborðið í okkar þágu, því það myndi snúast heldur betur í höndunum á okkur....

Ómar Bjarki Smárason, 9.1.2010 kl. 21:28

3 Smámynd: Landfari

En varstu ekki að segja að Kanada og Ástralía hefðu lengi eldað grátt silfur við Breta.

Ekki svo að skilja að ég hafi hundsvit á því hvorir væru heppilegri. Tel reyndar að það fari mest eftir einstaklingunum og minna eftir þjóðerninu.

Tel bara fullvíst að það hefði verið hægt að fá heppilegir menn í þetta verkefni en þá sem fóru fyrir íslansku samninganefndinni. Ekki það að  ég hafi neitt á móti þeim persónulega. Þetta verkefni var bara langt fyrir utan þeirra starfssvið. Sama hvað ég hef mikla trú á rafvirkjanum mínum ditti mér aldrei í hug að láta hann skera mig upp.

Hættan er hinsvegar sú að ef þessi óskapnaður gengur eftir sem alþingi samþykkti fyrir áramótin gengur eftir að okkar færustu menn, skurðlæknar sem aðrir, sjái hag sínum betur borgið erlendis. Það gæti leit til þess að við yrðum kanski að velja á milli rafvirkjans og píparans þegar kemur að uppskurði. Þá myndi nú fólki fækka hér en hraðar.

Landfari, 9.1.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það var nú svo undarlegt hérna fyrir einhverjum árum síðan, þegar verkfall var á sjúkrahúsunum að mig minnir, nú þá fækkaði dauðsföllum umtalsvert. En hvort það gengi lengi þannig er kannski önnur saga!

Ástralía og Kanada eru náttúrlega bæði rík bæði af gulli og silfri og sem fyrrum nýlendur Breta þá e svolítið gaman að heyra hvernig þeir tala um sína fyrrum nýlenduherra..... það er svona svolítið keimlíkt og samband okkar við Dani, nema bara að Danir eru miklu ósanngjarnari og hortugri heldur en Bretarnir þó eru. Bretarnir hafa nefnilega húmor fyrir okkur, en eins og alkunna er þá eru Danir svo til húmorslausir....

En ég var kannski fyrst og fremst að benda á það, að til að sigra andstæðinginn, sama hver hann er, þá er nauðsynlegt að skilja hvernig hann hugsar. Þannig er maður alltaf skrefinu á undan.... Bretar eru t.d. mjög skilningsríkir á það að fólk, og þess vegna væntanlega þjóðir líka, þurfi að eiga varasjóð. Ef við sýnum þeim fram á að þeir séu að ganga svo nærri okkur að við eigum okkur engan varasjóð lengur, hvorki þjóðin né almenningu, nú þá verða þeir ljúfir eins og lömb. Sanniðið til.

Þegar ég var í námi í Bretlandi hækkuðu skólagjöldin óhóflega. Við skólann sem ég nam við var hægt að sækja um lækkun skólagjalda úr ákveðnum sjóði sem skólinn hafði. Ég sótti um en fékk nei. Þá var mér bent á að það væri hægt að áfrýja þeim úrskurði, sem og ég gerði. Þá var ég búinn að átta mig á þessu þjóðareinkenni Bretanna og sló á þá tilfinningastrengi að í raun væri ég "self-supporting" þar sem við Íslendingarnir tókum námslán fyrir skólagjöldum jafn og öðru uppihaldi. Og viti menn, skólagjöldin voru lækkuð í þá upphæð sem ég kom inn í skólann á í upphafi, enda hélt ég því fram að það hefði verið sú upphæð sem ég hefði miðað við í mínum áætlunum, og gæti staðið undir án þess að ganga á "varasjóðinn".... Þessari sömu aðferð notaði ég þegar ég aðstoðaði stúdenta við aðra skóða og með sama árangri..... Þessa taktík ætti ný samninganefnd e.t.v. að nota þegar sest verður að samningaborði næst...!

Ómar Bjarki Smárason, 10.1.2010 kl. 00:39

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er nú ekki sammála því að Danir séu húmorslausir

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2010 kl. 06:44

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það verður hver að hafa sína skoðun á því, Gunnar

Ómar Bjarki Smárason, 10.1.2010 kl. 11:45

7 Smámynd: Landfari

Þeir hafa allavega þurft að gjalda dýru fyrir teikningarnar sínar. Vonandi hafa einhverjir þeirra náð að brosa í það minnsta út í annað fyrir það.

Landfari, 10.1.2010 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 73515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband