Landráð, ráðherraábyrgð og endurreisn auðvisanna

Nú þegar styttist í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur maður að fara að velta fyrir sér hver niðurstaða nefndarinnar verður og hvort hún í raun þorir að gera grein fyrir málum eins og þau í raun eru.

Í fyrsta lagi hlýtur sú spurning að vera áleitin í huga einhverra hvað hugtakið "landráð" felur í sér? Eru það landráð þegar ríkisvaldið og þeir sem þar fara með mál sinna ekki þjóðarhagsmunum og standa ekki vörð um fjöregg þjóðarinnar heldur leyfa óprúttnum einstaklingum að sóa hér fjármunum eins og gerðist í kjölfar einkavæðingar bankanna? Voru það hugsanlega landráð hvernig svokallaðir útrásarvíkingar fóru með fjármuni sem þeir í raun ekki áttu?

Nú er talað um að ráðherraábyrgð fyrnist á 3 eða 4 árum, en landráð fyrnast tæpast meðan þer sem þau fremja er enn ofan moldar.

Nú eru teikn á lofti um það að auðvisarnir séu að koma sér fyrir aftur í íslensku og erlendu viðsiptalífi, nokkuð sem hlýtur að valda því að þjóðirnar í kringum okkur missa trú á Íslendingum og íslensku réttarfari. Hvað skyldu kaup þessara manna hafa valdið miklum skaða í smásöluverslun á Bretlandi og alls staðar þar sem þeir komu nálægt...? Vonandi ná bresk yfirvöld utan um þau mál sem fyrst þannig að við losnum við þá óværu sem þessir menn eru hið allra fyrsta.

Þetta eru atriði sem rétt er að samninganefndin taki upp þegar samið verður um Icesave að nýju. Eða eiga brennuvargarnir að fá að ganga lausir meðan reynt verður að byggja upp rústirnar sem eru afleiðingar eldanna og eyðileggingarinnar sem þeir ollu. Þá er rétt að spyrja undir verndarvæng hverra starfa þessir menn....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 73475

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband