Deilan getur verið flókin en afleiðingin er einföld því við þurfum að borga....

Það er hortugur pólitíkus sem talar svona niður til þjóðarinnar sem hann tekur umboð sitt frá.

Málið er ekkert flóknara heldur en það að við, íslenska þjóðin, þurfum að borga klúður fyrrverandi og núverandi stjórnvalda. Þetta virðist þjóðin skilja en ríkisstjórnin ekki.

Kannski þarf þjóðin að kolfella lögin til þess að stjórnvöld átti sig á því hvað staðan er einföld í þessari flóknu deilu. Og tæpast er það vænlegt ef þeir sem fara fyrir okkur í þessu máli gera lítið annað en að væla yfir því hvað málið sé flókið. Viðsemjendurnir hljóta að brosa út í annað yfir stjórnmálamönnum sem ekki hafa meiri kjark en þetta......Og vilja ráðherra ríkisstórnarinnar ekki heyra það sem allir aðrir en þeir eru að segja út um allan heim um þetta mál. Kannski þarf að skrúfa upp í heyrnartækjunum...?


mbl.is Of flókið fyrir atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ómar alveg rétt það er eins og óttinn við vilja þjóðarinnar sé að fara með sumt fólk. Þeim finnst kannski nóg að eiga allt sitt undir á fjögurra ára fresti. Skil það vel kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.1.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sæl Kolla. Sem betur fer getur stundum verið styttra á milli þess að þjóðin fær að segja sína skoðun en 4 ár....!

Ómar Bjarki Smárason, 18.1.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já nú virðast horfur á því. Hvað ætli þjóðin mín ráðalausa geri í því. Hlusti enn á Steingrím svartsýna og kvíðaslegna. Það verður gaman að sjá. kveðja kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.1.2010 kl. 20:56

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Reyndar spurning hvort það er nokkuð gaman við pólitíkina hér á landi sem stendur.... en vonandi verður Evrópumótið skemmtilegra, þó ekki byrji það nú allt of vel.... Nú nema Dagur standi uppi sem sigurvegari....!!! Það yrði alla vega hálfur íslenskur sigur....

Ómar Bjarki Smárason, 19.1.2010 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 73467

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband