Flott hjá ÍAV....

Það er frábært að íslenskir verktakar og verkfræðistofur skuli vera að ná árangri á erlendri grund. Hins vegar er spurning hvort það þurfi ekki eitthvað að fara að gerast hér innanlands til þess að Vilhjálmur Egilsson nái þeim 4-5% hagvexti sem hann þarf til að geta staðið undir þeim launahækkunum sem hann er að semja um.... Eða reiknar ríkisstjórnin og Seðlabankinn með því að við náum hagvexti og uppbygginu hér heima með peningasendingum frá íslenskum starfsmönnum sem vinna erlendis og senda fjölskyldum sínum hér heima peninga fyrir nauðþurftum þar til þær flytja út til þeirra....?

Kannski endum við með hagkerfi hér á landi sem byggir á vinnu fólks á erlendri grund og peningasendingum heim til ættingjanna. Alþingi ætti kannski að fara að hugsa fyrir lagasetningu sem byggir á því að elsti sonurinn vinni erlendis og sendi heim gjaldeyri eða aflandskrónur á meðan þær endast....!

Er ekki mál til komið að innlendar fjármálastofnanir og e.t.v. einstaklingar fjárfesti í innlendum verkefnum og tækifærum til þess að við náum að byggja hér upp lífvænlegt samfélag að nýju en missum ekki unga fólkið úr landi og sitjum hér uppi með þær 250.000 hræður sem ríkisstjórnin virðist ætla að hafa hér til frambúðar, eða svo er helst að sjá miðað við þá stærð skólakerfis og heilbrigðisþjónustu sem hér virðist gert ráð fyrir til lengri tíma litið....


mbl.is ÍAV fær verkefni í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Íslendingar erlendis,,,,,,,,,,,þeir senda peningana til Póllands

Sigurður Helgason, 23.4.2011 kl. 15:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er nokkuð góður punktur hjá þér, Sigurður....! Kannski eykur þetta bara hagvöxt í Noregi og Póllandi....!

Ómar Bjarki Smárason, 23.4.2011 kl. 19:50

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við þurfum erlenda fjárfestingu á Íslandi. Stækka kökuna.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2011 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband