Lítill hagvöxtur í AGS, núverandi ríkisstjórn og vegaframkvæmdum!

Ekki undarlegt að AGS komist að þessari niðurstöðu ef hann reiknar með að vera hér sjálfur við ráðgjöf í hagstjórn og gerir auk þess e.t.v. ráð fyrir því að núverandi valdhafar sitji áfram við völd....

Eða kannski að AGS sé að benda okkur á hversu mikill hagvöxtur felist í vegaframkvæmdum sem ganga helst út á kaup eða leigu á dýrum tólum og tækjum svo og rándýru eldsneyti..... Þurfum við ekki frekar að reyna að framleiða eitthvað og selja til að framkalla raunverulegan hagvöxt en ekki einhvern sýndarhagvöxt....?


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Ómar, þetta eru ljótu fréttirnar en ekki við öðru að búast eins og aðgerðir Ríkisstjórnarinnar hafa verið. Og ekki er von á góðu ef að þessi sama Ríkisstjórn situr áfram...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.5.2011 kl. 08:13

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Sammála þessum orðum þínum.

 Hvað getum við lært af þessu útspili AGS-trúðanna? Hér hafa þeir verið með nefið ofan í hvers manns koppi í langan tíma, og útkoman er þessi að þeirra mati?

 Eru þetta ekki bein skilaboð um að það sé skaðlegt fyrir Íslendinga að hafa þessa spilltu fá-ráðlinga-AGS-"spekinga" áfram með sína afskiptasemi og óráðsíu?

 Mér finnst liggja beinast við að setja frímerki á bakið á þeim, og loka landinu fyrir endurkomu þeirra, svona til að minka skaðann í framtíðinni. Er það ekki ábyrgðarleysi að láta þá vaða uppi hér áfram með lygar, rugl og ó-ráð í boði heims-bankamafíunnar?

 M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2011 kl. 12:15

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka ykkur Ingibjörg og Anna Sigríður. Það þarf að fara að taka til á þessu ríkisstjórnarheimili og eitthvað er ekki að ganga upp hjá þeim sem halda að það að kaupa tól og tæki og brenna eldsneyti. Þó við ég taka fram að það það er æskilegt að ráðast í ýmsar gangaframkvæmdir sem auka umferðaröryggi og vafalaust er eitthvað horft til þess auk þess að viðhalda þarf eðlilegri verkkunnáttu í landinum. Nú stytting vega með göngum stuðlar að minni eldsneytisnotkun á viðkomandi leið en er líkleg til að auka jafnframt við umferð um viðkomandi vegi. En með hækkandi verði á eldsneyti dregur væntanlega úr umferð og það kemur væntanlega að því að við þurfum að fara að huga að því að verða meira sjálfbær varðandi eldsneyti á bíla, skip og báta. Þetta er farið að sjást nú þegar varðandi rafbíla og metan og kannski förum við brátt að aka um á repjuolíu á lengri leiðum og nota slíkar innlendar afurðir á skipaflotann einnig....?

Ómar Bjarki Smárason, 7.5.2011 kl. 15:35

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Repjuolían mun aldrei fá grænt ljós frá AGS-ó-ráðinu, því það eru ofuröfl olíu-framleiðenda-ræningjanna (USA-mafíu-hvítflibba-gengin) sem ó-ráðin koma frá, sem eru AGS-útsendarar hér á landi. Því miður eru sumir sem trúa þessum AGS-sendiboðum olíu-bankamafíu heimsins, sem segja öllum að allt sé rétt sem sú mafía segir?

 Repjuolían er framtíðar-olía Íslands, og það verðum við Íslendingar bara að reyna að læra að skilja, með einhverjum ráðum. Í Noregi er ekkert undirlendi til að rækta repju, en undirlendið höfum við á Íslandi. Noregur þurfti olíu frá hafsbotni til að fá olíu inn í sitt fallna öreigaland eftir stríðið.

 Ef er gjaldeyrisskortur á Íslandi, þá skila vegaframkvæmdir ekki gjaldeyri inn í landið. Það þarf ekki einu sinni grunnskóla-menntun til að skilja það? Og enn síður skilar hátækni-sjúkrahús gjaldeyri inn í land sem er að loka sjúkrahúsum og missa lækna úr landi!

 Er einhver sem raunverulega þorir að taka umræðu um hvernig gjaldeyrir verður til í hverju landi? Og hvað skapar gjaldeyris-höft í hverju landi? Um það snýst í rauninni umræðan, eða ætti að gera!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2011 kl. 20:39

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gjaldeyrishöftin eru nú svo sem engin höft fyrir flest venjulegt fólk en aftur á móti ákaflega þreytandi fyrir þá sem vilja koma háum fjárhæðum úr landi svo arðránið á þjóðinni geti haldið áfram..... Þeir sitja um ný tækifæri og fá væntanlega til þess stuðning frá sljórri ríkisstjórn og eftirlitsaðilum þegar fram líða stundir.... Það verður fróðlegt að fylgjast með því hverju þeir rústa næst....

Ómar Bjarki Smárason, 7.5.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 73515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband