Er kannski ástæða til að gleðjast...?

Af því að jólin nálgast, er ekki ástæða til að gleðjast yfir því að fólk gangi frjálst úr dómssal svona rétt fyrir hátðiarnar....? Við verðum væntanlega að treysta því að þeir sem veljast til dómarastarfa séu vandanum vaxnir, ella er illa komið fyrir okkar ágæta þjóðfélagi. Og varla er það sakborningum að kenna þó þeir hafi fé á nægt fé á milli handa til að standa straum af þeim kostnaði sem vörn þeirra kostar. Fé sem dómsstólar munu væntanlega komast að að fengið var með lögmætum hætti. Er þá yfir einhverju að kvarta? Er ekki ábyrgðin frekar þeirra sem setja lögin og eiga að fylgja þeim eftir...? Leikreglurnar þurfa að vera skýrar og þeir sem bera ábyrgð á reglu og lagaverki sem ekki virkar hljóta að verða dregnir til ábyrgðar, eða hvað?

Ef saksóknari og rannsakendur mála eru ekki að standa sig, þá hlýtur að vera spurning um hvort ekki er rétt að leggja þessi embætti niður. Það er varla hægt að bjóða þjóðinni upp á það að henni sé haldið í gíslingu rannsókna árum saman án þess að niðurstaða fáist í mál. Þá er betra að nýta fé og peninga til verkefna sem nýtast þjóðinni betur s.s. í heilbrigðiskerfið og ummönnun aldraðra. Og til að ná einhverju af hugsanlegu sjálfökufé þeirra sem hafa haft sérstaka aðstöðu til að skara meira að sinni köku en eðlilegt getur talist mætti hugsa sér að skattleggja sérstaklega þá sem eru með óeðlilega margföld eftirlaun eða koma á "skilagjaldi" á grafarbakkanum....!


mbl.is Óbjörguleg efnahagsbrotamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 73810

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband