Réttur barna til foreldra - er það ekki jafnrétti líka eða mannréttindi....?

Er nú ekki rétt að staldra við og velta fyrir sér hvort börn eigi ekki ríkari rétt til foreldra sinna en foreldrar til embætta...?

Ég skal alveg viðurkenna að Katrín hefur staðið sig frábærlega sem ráðherra og er mínu mati mjög hæf til þeirra starfa. Og það sýnist mér Oddný vera líka. Það væri því e.t.v. farsælli lausn að hún  gegni starfinu áfram fram til næstu kosninga svo tvíbuarnir hennar Katrínar fái að njóta návistar við móður sína og móðirin við þau.

Það má ekki ganga svo langt í jafnréttinu og jafnarðarstefnunni að það komi niður á smáfólkinu. Það þarf að hugsa um velferð einstaklinganna líka, barna og foreldra, ráðherra og þingamanna. Spurning hvort ekki sé ástæða til að "Barnaverndarnefnd" fjalli um svona mál....?


mbl.is Katrín fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Eiga börnin ekki föður?

Ég minnist þess ekki, að spurt hafi verið um þessi mál, þegar karlmenn hafa orðið ráðherrar eða fólk hafi velt því fyrir sér að barnaverndarnefndir viðkomandi sveitarfélaga fjölluðu um slík mál.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.8.2012 kl. 20:59

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Auðvitað eiga þau föður, en ekki verra fyrir þau að njóta beggja foreldra eins vel og unnt er og þá sérstaklega svona fyrsta árið. Og það segir manni enginn að ráðherra með tvíbura á fyrsta ári hafi þrek til að sinna starfi sínu af fullum krafti, óháð því hvort hann er karl eða kona. Og svo fara prófkjör og kosningar í hönd ofan á allt annað. Ráðherra- eða forsetaembætti eru ekki bara einhver vinna sem fólk á rétt á, sama hvernig sem á stendur í lífi þeirra..... Stundum þarf að forgangsraða bæði fyrir sjálfan sig og þjóðina sem embættismenn gefa sig í að þjóna.....

Ómar Bjarki Smárason, 26.8.2012 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 73483

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband