Heilsugæsla á villigötum?

Í vikunni þurfti ég að endurnýja lyfseðil og þar sem ég er úti á landi þá getur verið snúið að reyna að ná sambandi við heimilislækninn á þeim 45 mínútum sem hann er með símatíma rétt fyrir hádegið. Því hringdi ég í skiptiborðið til að kanna hvaða möguleikar voru í stöðunni. Þetta var á fimmtudegi og enginn annar læknir á Heilsugæslunni á símavakt þann daginn og hjúkrunarfræðingurinn ekki við á föstudagsmorgninum. Þar sem ég var ekki viss um að geta náð í lækninn minn í símatíma hans á föstudeginum þá spurði ég konuna á skiptiborðinu hvort hún gæti nú ekki skrifa á miða hvað mig vanhagaði um og fengið læknum miðann svo hann gæti skellt lyfseðli á "gáttina" og málið afgreitt. Ekki var nú þessari bón minni vel tekið og svarið sem ég fékk var "við myndum nú ekki gera neitt annað allan daginn". Svo stakk hún upp á því að ég hefði samband við lækni á því svæði sem ég var staddur á. Varla hefur hann aðgang að mínum sjúkraskrám og því hefði hann orðið að skrifa út lyfseðil á eitthvað sem hefði sagt honum! Það er nú kannski full þörf fyrir aukna þjónustu hjá heilsugæslustöðvunum, hugsaði ég og þakkaði pent fyrir. Svo hafði ég samband við sérfræðing sem ég hef farið til og sendi honum sms um það sem mig vantaði og hann sendi svar um hæl hálftíma síðar og sagði málið afgreitt. Það kalla ég góða þjónustu og velti fyrir mér hvert sé í raun vandamál Heilsugæslunnar? Kannski eru þau mörg og ekki öll hjá sjúklingunum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætla mætti að við séum fremur á 19. öld og jafnvel þeirri 18. fremur en þeirri 21.!

Þjónusta við borgara á að vera mjög góð og er kappkostað innan Evrópusambandsins að bæta hana sem best. Er það liður í eflingu mannréttinda og lýðræðis. En sumum hugnast ekki sá hugsunarháttur.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.5.2014 kl. 19:04

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það þarf líklega að breyta hugafarinu og það ætti ekki að vera svo erfitt. Allt sem þar er vilji......

Ómar Bjarki Smárason, 27.5.2014 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 73565

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband