Þið eruð undarleg þjóð!

Hvað er eiginlega að gerast í íslensku þjóðfélagi?

1) Rússar virðast hafa ákveðið að halda okkur fyrir utan sínar refsiaðgerðir og vilja gjarnan eiga við okkur viðskipti áfram. Nú - hvað gerum við í því? Fulltrúar einhvers flokks sem kallast víst Vinstri Grænir vill fá skýringar á þessu. Væri nú ekki viturlega að hafa hljótt um þetta þannig að íslenskt þjóðfélag hafi sem minnstan skaða af....?

2) Stjarnan dregst á móti einu sterkasta félagslið heims heims í fótbolta. Og hvað gerist? Leikmenn Stjörnunnar fá þessar fréttir í flugvél á leið heim frá Póllandi og þeir tryllast af fögnuði! Langar þá ekki að komast lengra í þessari keppni, eða hvað...?!

3) Umboðsmaður Alþingis er hagsmunagæsluaðili þjóðarinnar gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann er að reyna að komast til botns í máli sem nauðsynlegt er að fá út af borðinu til þess að innanríkisráðuneytið verði starfhæft á nú. Nú hvað gerist? "Sendiherrar" ákveðinna afla þjóðarinnar fara nánast á límingunum og reyna hvað þeir geta til að gera málið pólitískt, þegar það er í raun bara spurning um siðfræði og góða og sanngjarna stjórnsýslu. 

4) Er nema von að flóttamenn úr öllum heimshornum líti á Ísland sem "hæli".....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Neiðar ástand er i Nígeríu, er ekki tilvalið að bjóða þeim öllum til Íslands?

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 8.8.2014 kl. 20:58

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það finnst mér nú reyndar ekki. En ástandið í Nigeríu og víðar í Afríku og viða í Austurlöndum er auðvitað ömurlegt. Og það gerir kannski meiri kröfur til okkar, sem fyrirmyndar, hvað varðar heiðarlega og sanngjarna stjórnsýslu þar sem siðfræðireglur og almennar reglur um góða stjórnsýslu eru virtar.

Ómar Bjarki Smárason, 9.8.2014 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 73565

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband