Handmjólkurbú fyrir kýr og geitur....

Það hljóta að vera tækifæri í svona búskap í dag ef rétt er á málum haldið. Hvernig væri nú að landbúnaðarráðherra skoðaði möguleika á því að efla geitabúskap og þá með kúabúskap þar sem bæði geitur kýr væru handmjólkaðar.

Það mætti bjóða upp á "handgerðar" mjólkurvörur smér og osta. Það yrði góð viðbót við aðrar mjólkurvörur....


mbl.is Handmjöltun hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það þarf að viðhalda svona búskap og "friða" þá sem hann stunda. Amma mín og afi stunduðu svona búskap líklega fram undir 1970. Amma mjólkaði kýrnar, en afi bara stundum. Mig minnir að þau hafi verið með 10-12 mjólkandi kýr í kringum árið 1960. Og mjólkin fór nánast án undantekninga í 1. flokk enda vandað mjög til alls hreinlætis í snyrtilegu fjósi sem tók mjög fram þeim flestum sem maður sér í dag, þó vélvædd séu.

Ómar Bjarki Smárason, 2.9.2014 kl. 11:07

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er skotinn í þessari hugmynd. Það er ekki vitlaust að tengja þetta við ferðamannaiðnaðinn. Sjálfur væri ég til í að grípa í eina kú og rifja upp fílinginn frá því í gamla daga í Fljótunum.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.9.2014 kl. 12:31

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þakka þér fyrir það, Jósef Smári. Það er reyndar þannig með margar búgreinar að þær eru ekki sjálfbærar einar og sér, en ef menn leggja stund á fleiri en eina grein samtímis þá geta samlegðaráhrifin verið þannig að það er hægt að lifa af því. Ef búskapur almennt væri sjálfbær þá þyrfti ekki að niðurgreiða landbúnaðarvörur. Og þeir sem framleiða t.d. lambakjöt og bleikju til að selja gestum sínum í ferðaþjónustu fá meira fyrir vöruna en ef þeir leggja hana inn í Kaupfélagið..... Þeir sem færu í það að framleiða osta, tvíreykja hangikjöt og eitt og annað fleira geta aukið verðmæti vörunnar.

Til þess að svona búskapur og ferðaþjónusta skili sem mestum arði þurfa nokkrir aðilar að vinna saman og sérhæfa sig á afmörkuðu sviði, vera með skiptivöruviðskipti og bjóða þannig upp á matvöru úr heimabyggð.....

En ef enginn vill prófa þá er auðvitað auðveldast að afgreiða svona hugmyndir sem tóma vitleysu. Það er mikilvægt að byrja ekki of stór og byggja upp reynslu og aukna þekkingu samhliða markvissri markaðssetningu....

Við þurfum allt landið í byggð og eigum að nýta okkur samstarf við það fjölþjóða menningarsamfélag sem Ísland er að verða. Hér eru t.d. margir einstaklingar frá öðrum löngum sem þekkja til matvælagerðar og handíða sem okkur vantar.....

Svo þurfum við að gera upp eyðibýlin og auka fjölbreytni í ferðaþjónustu....

.....og það vantar nauðsynlega námsbrautir við verkmenntaskóla eð tækniskóla þar sem fólk lærir að gera upp og halda við gömlum húsum og bátum....

Ómar Bjarki Smárason, 4.9.2014 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Bjarki Smárason

Höfundur

Ómar Bjarki Smárason
Ómar Bjarki Smárason

jarðfræðingur á Jarðfræðistofunni Stapa

Netfang: stapi@xnet.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gummi_Bjarna
  • Reykjavíkurbréf
  • ...ref_9_08_14
  • ...014_1233806
  • ...l_29_4_2014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 73482

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband